A A A

Valmynd

Ţemadagar 24. - 27. nóvember

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 23. nóvember 2014
Þemadagar verða 24. - 27. nóvember og standa nú yfir í fjóra daga. Nemendur hafa valið sér tvo hópa og ætla að  starfa í tvo daga í hvorum þeirra. Hóparnir eru: 
Snátar sem verða í listastofu í skólanum, úti og inni. Viðfangsefni: Hnútar –smíði – útieldun – ratleikur – áttaviti- þrautir

Kennarar: Ásta og Kolbrún

Matreiðsla kennd í Félagsheimili. Viðfangsefni: Matreiðsla, bakstur og allt sem því fylgir.

Kennarar: Lára, Ingibjörg og Sigrún María

Dúkkulísugerð í 3.4. bk stofu  í skólanum. Viðfangsefni: Hver og einn býr til sína eigin dúkkulísu og allt sem tilheyrir henni

Kennari: Anna Birna 

Tilraunir í 5.6.7. bk stofu. Viðfangsefni: Gerðar verða ýmiss konar tilraunir. Fylgst er með hvað gerist og það skráð niður. Þessi þemavinna endar með látum!
Kennarar: Hrafnhildur Þ. og Vala
Íþróttir í Íþróttamiðstöð. Viðfangsefni: Fjölbreyttar æfingar í mismunandi íþróttagreinum í íþróttasal, þreksal eða sundlaug.

Kennari: Sverrir


Kennsla hefst klukkan 08:30 og lýkur klukkan 14:00. Skólabíll fer á sama tíma og venjulega 14:30. Skólaskjól starfar samkvæmt sinni stundaskrá.


Hafragrautur verður ekki í boði á þemadögum svo best er að allir komi með gott nesti með sér. Þeir sem eru í matreiðslu fá þó eitthvað að borða.  Matur á Café Riis verður klukkan 12:00 – 13:00. 


Ekki þarf að koma með námsbækur í skólann en gott að hafa tösku eða bakpoka fyrir pennaveski, nesti og íþróttafatnað og handklæði fyrir þá sem fara í íþróttir.

Þemadagar eru tilbreyting og uppbrot á venjulegu skólastarfi. Mætum öll með góða skapið :)

Athugið að ekki verður sérstakur sýningardagur í lok Þemadaga heldur eru foreldrar velkomnir í heimsókn hvenær sem er til að fylgjast með og taka þátt í því sem börnin eru að fást við. Við hlökkum til að sjá ykkur!

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir