A A A

Valmynd

Ţriđja vika skólaársins

| 14. september 2010

Þriðja vika skólaársins gekk vel og var skólastarfið brotið upp með margvíslegum hætti. Nemendur fóru í vettvangsferðir innan Hólmavíkur og utan, matreiddu ýmsa góða og girnilega rétti í heimilisfræði með umsjónarkennurum, tíndu blóm og fóru í fjöruferðir svo fátt eitt sé nefnt. Á föstudaginn var frí hjá nemendum en þá var starfsdagur hjá kennurum og starfsfólk skólans. Starfsdagurinn var nýttur til uppbyggingar og vinnu hér í skólanum, þátttöku á haustþingi kennara á Núpi í Dýrafirði og þátttöku á haustfundi Félags tónlistarkennara á Ísafirði. Við hvetjum alla til að skoða bekkjavefina hér til hægri og skólamyndir hér á vinstri hönd.

Við vekjum athygli á námsefniskynningum skólans í þessari viku og í byrjun næstu viku sem verða eins og hér segir:

Miðvikudagur 15. september 2010
5. og 6. bekkur, kynning kl. 19:00-19:45
Kaffihlé
7. bekkur, kynning kl. 20:00-20:45

Fimmtudagur 16. september 2010
8. og 9. bekkur, kynning kl. 19:00-19:45
Kaffihlé
10. bekkur, kynning kl. 20:00-20:45

Mánudagurinn 20. september 2010
1. og 2. bekkur, kynning kl. 19:00-19:45
Kaffihlé
3. og 4. bekkur, kynning kl. 20:00-20:45

Hlökkum til að sjá sem flesta :)

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir