A A A

Valmynd

Til hamingju međ 3. sćtiđ Gógópíur!

| 07. mars 2012
Gógópíurnar flytja lagiđ sitt á Samfestingnum - skjáskot af ruv.is.
Gógópíurnar flytja lagiđ sitt á Samfestingnum - skjáskot af ruv.is.
Félagsmiðstöðin Ozon gerði góða ferð til Reykjavíkur um helgina, en þar fór fram Samfestingurinn - ball og söngkeppni á vegum Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi. Alls fóru 28 krakkar frá Hólmavík og Drangsnesi á viðburðinn undir stjórn Arnars S. Jónssonar tómstundafulltrúa Strandabyggðar. Ferðin fór í alla staði vel fram, en meðal þess sem var gert til skemmtunar um helgina var rennerí á skautum, lasertag, bíóferð, keila og gokart.

Hápunktur ferðarinnar var án efa Söngkeppni Samfés, en þar gerðu fulltrúar félagsmiðstöðvarinnar sér lítið fyrir og náðu þriðja sæti eftir frábæran flutning á laginu Lýstu skært. Hópurinn, sem kallar sig Gógópíurnar, samanstendur af söngkonunum Brynju Karen Daníelsdóttur, Gunni Arndísi Halldórsdóttur, Söru Jóhannsdóttur, Margréti Veru Mánadóttur og trommukassalemjaranum Fannari Frey Snorrasyni. Þau voru örugg og yfirveguð í öllum flutningi og fasi, bæði á sviði og baksviðs. Fjölmargir einstaklingar lögðu hönd á plóginn í kringum söngatriðið og ferð Félagsmiðstöðvarinnar Ozon til höfuðborgarinnar.


Við óskum Félagsmiðstöðinni, þátttakendum í starfi hennar og Gógópíunum innilega til hamingju með frábæran árangur!

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Janúar 2025 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nćstu atburđir