A A A

Valmynd

Tónleikar tónskólans

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 26. maí 2019
Tónleikar tónskólans verða haldnir mánudaginn 27. maí 2019, klukkan 19:30 í Hólmavíkurkirkju. Nemendur skólans koma fram og syngja og leika eins og þeim einum er lagið. Stjórnandi er Vera Ósk Steinsen. Allir eru velkomnir á tónleikana.

Nýr tónlistarkennari tekur til starfa í haust. Það er Bragi Þór Valsson sem mun setjast að á Hólmavík eftir áralanga dvöl fjarri heimahögum. 
Við komu Braga Þórs eykst fjöldi hljóðfæra sem hægt verður að læra á við Tónskólann á Hólmavík auk þess sem boðið verður upp á kennslu fyrir fullorðna.
Á næsta skólaári verður boðið upp á kennslu á blokkflautu, þverflautu, fiðlu, píanó, popp píanó, gítar, ukulele, ásláttarhljóðfæri, trommur, saxófón, klarinett, söng og einnig er stefnt á að stofna skólakór. 

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir