A A A

Valmynd

Tónlist fyrir alla

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 12. september 2014

Tónlist fyrir alla haustið 2014

 

TríóPa í Hólmavíkurkirkju 15.  september,

 klukkan 11:00 – 11:40

Dagskrá: Kjúklingur og annað fiðurfé
Flytjendur:
Hallveig Rúnarsdóttir - söngur
Jón Svavar Jósefsson - söngur
Hrönn Þráinsdóttir - píanó

Söngvararnir Hallveig og Jón Svavar og píanóleikarinn Guðrún Dalía, sem skipa TríóPa, leggja í þessu verkefni upp með skemmtilega dagskrá til þess að kynna klassíska söngtónlist fyrir börnum landsins. Hér koma við sögu ýmis furðudýr eins og skrýmsli, kurteisir kjúklingar og kettir sem skreppa til London, að ótöldum skötuhjúunum góðu, þeim Papageno og Papagenu úr Töfraflautu Mozarts.


Dagskráin er blanda af atriðum úr Töfraflautunni, dúettum og einsöngslögum eftir núlifandi íslensk tónskáld, sem skrifuð eru með börn í huga og þátttaka áheyrenda (nemendanna) er töluverð á tónleikunum.


Þau Hallveig, Jón Svavar og Dalía hafa öll vakið mikla athygli fyrir vandaðan og líflegan tónlistarflutning á undanförnum árum. Þau hafa öll unnið töluvert saman í gegn um tíðina í hinum ýmsu verkefnum, en þetta er fyrsta sjálfstæða verkefni tríósins TríóPa. 

Allir velkomnir!

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir