A A A

Valmynd

Tvö og hálft tonn af rusli

| 03. júní 2014
Í gær, 2. júní, fóru nemendur og starfsfólk, ásamt vöskum starfsmönnum Áhaldahúss, á stjá og hreinsuðu bæinn. Áður höfðu nemendur sent dreifibréf í hús þar sem íbúar voru hvattir til að taka til hjá sér og setja ruslið fyrir utan lóðamörk sín þar sem nemendur kæmu og hirtu það. Sveitarstjórn Strandabyggðar hafði heitið á nemendur 100 kr. fyrir hvert kíló af rusli sem safnaðist. Skemmst er frá því að segja að verkefnið gekk fram úr öllum vonum. Íbúar tóku vel við sér og heilmikið af rusli var tekið frá þeim en einnig var rusl af víðavangi tínt upp í söfnunina. Alls söfnuðust 2.620 kg af rusli. Fyrirfram vonuðumst við til að slá gamla metið okkar sem var 500 kg og það tókst svo sannarlega. Við vilju þakk íbúum fyrir að taka svo vel í verkefnið og einnig viljum við sérstaklega þakka áhaldahúsmönnum fyrir aðstoðina.   

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Janúar 2025 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nćstu atburđir