Umf. Geislinn auglýsir
Býrð þú yfir þekkingu á íþrottagrein?
Geislinn leitar að einstaklingi til að sjá um æfingu á fimmtudögum fyrir 6 - 9 ára iðkendur í íþróttahúsinu á Hólmavík fram til áramóta. Æfingin er milli klukkan 13:45-14:30. Um er að ræða íþróttagrunn sem felur í sér að ein íþróttagrein er tekin fyrir í 5-6 skipti. Það yrðu þá 3 íþróttagreinar á þessari önn. Við eru einnig opin fyrir því að skipta þessum greinum milli þriggja einstaklinga sem hver tæki 5-6 skipti í röð kjósi viðkomandi svo.
Lágmarks hæfniskröfur: Hafa hreint sakavottorð og lágmarks þekkingu á greininni sem tekin er fyrir, virða og fylgja almennum samskipta og siðferðis gildum og geta átt jákvæð og uppbyggjandi samskipti við þátttakendur.
Greitt er fyrir 1 klukkustund og ferðakostnað búi viðkomandi utan Hólmavíkur.
Endilega sendið okkur tölvupóst á umf.geislinn@gmail.com til frekari upplýsinga.