A A A

Valmynd

Umhverfisdagur - plokk

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 24. maí 2018
Föstudaginn 25. maí er Umhverfisdagur Grunnskólans á Hólmavík.
Af því tilefni ætlum við að plokka og flokka.

Klukkan 8:30 er mæting við Grunnskólann þar sem skipaðir eru hópstjórar og skipt í hópa eftir hverfum.
Klukkan 10:00 er nestistími á hverju svæði fyrir sig sem hópstjóri skipuleggur og stjórnar.
Klukkan 12:00 og 12:40 er pizzuveisla fyrir plokkara á Café Riis í boði Strandabyggðar (hópnum er skipt).
Klukkan 13:00 verður sundpartý í sundlauginni og þar verður frítt í sund fyrir þá sem plokka.
Það rusl sem við finnum verður flutt á Hafnarvogina þar sem það verður flokkað og vigtað. Þetta er ekki keppni milli hópa heldur keppumst við öll við að standa okkur sem allra best. Starfsmenn þjónustumiðstöðvar aðstoða við flutning á rusli.

Öllum er velkomið að taka þátt með okkur og leggja hönd á plóginn. Hægt er að bætast í hvaða hóp sem er eða taka daginn snemma með okkur í skólanum.
Samstarfsaðilar á þessum degi eru þjónustumiðstöð, íþróttamiðstöð, frístundamiðstöð og leikskólinn Lækjarbrekka.
Umhverfisdagurinn er nú í miðri útikennslu- og hreyfiviku þar sem unnið er með hefðbundin og óhefðbundin verkefni úti í náttúrunni og hreyfing er alls ráðandi. Umhverfisnefnd Grunnskólans sér um skipulagningu dagsins en nefndina skipa sjö fulltrúar nemenda auk fulltrúa starfsmanna, kennara, foreldra og skólastjóra. 

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir