Umhverfisdagur á föstudaginn
Umhverfisdagur Grunnskólans á Hólmavík verður haldinn fimmtudaginn 15. apríl nk. Dagurinn hefst á smiðjuvinnu þar sem nemendum er skipt eftir aldursstigi í smiðjur sem fara fram innandyra. Yngsta stigið, 1.-4. bekkur, vinnur í töskugerð þar sem endurunnið efni er notað til að skapa nýja afurð. Á miðstigi, 5.-7. bekkur, er unnið að skartgripagerð og á unglingastigi, 8.-10. bekk er unnið að skiltagerð með umhverfisslagorðum. Eftir það verður farið í ratleik í umhverfi skólans. Þá tekur við skemmtidagskrá þar sem nemendur sýna ýmislegt sem þeir hafa verið að hanna og dúllast við í vetur. Um hádegi syngjum við saman, fáum okkur súpu og brauð og grillum sykurpúða.
Á umhverfisdeginum fáum við góða gesti frá Grunnskólunum á Reykhólum og Drangsnesi.
Dagskrá umhverfisdagsins má sjá hér http://strandabyggd.is/ymsar_skrar/skra/208/