Uppfærsla á tölvubúnaði og ný netföng
Fyrir áramót hófst vinna við að uppfæra tölvukerfi Grunnskólans á Hólmavík og lauk því á fyrstu dögum janúarmánaðar. Helstu breytingar eru þær að vinnuaðstaða nemenda hefur lagast svo um munar. Í tölvuveri er nú vinnuaðstaða fyrir 12 nemendur. Þetta mikil breyting frá því sem var þar sem tölvukostur skólans var orðinn mjög gamall en einungis voru 4 virkar nemendatölvur. Nemendur hafa nú aðgang að skjám sem eru sítengdir við vefhýsingu Fjölnets hf. Nemendur hafa nú aðgang að öllum nýjustu Office forritunum ásamt því að nettengingar eru orðnar hraðari en var. Daglega er tekið afrit af öllum gögnum og því minni hætta á að gögn glatist.
Á meðan á þessu stóð urðu einhverjar tafir á að tölvupóstur skilaði sér til starfsfólks en það er nú komið í lag.
Nýtt netfang skóla er: grunnskoli@strandabyggd.is og nýtt netfang skólastjórnenda er: skolastjori@strandabyggd.is