Úrslit í undankeppni stærðfræðikeppni 9. bekkjar
| 11. apríl 2014
Fyrr í vetur tóku nemendur í 9. bekk Grunnskólans á Hólmavík þátt í undankeppni Stærðfræðikeppni FNV, MTR og 9. bekkjar. Vegna verkfalls framhaldsskólakennara dróst að ljúka við yfirferð á úrlausnum.
Nú liggja úrslit fyrir í undankeppninni en einungis 15 nemendur komast í úrslit. Tilkynnt var í dag að Guðjón Alex Flosason nemandi í 9. bekk Grunnskólans á Hólmavík er kominn í úrslit þessarar keppni. Úrslitakeppnin verður haldin eftir páska. Dagsetning verður auglýst þegar nær dregur
Til hamingju Guðjón Alex!