A A A

Valmynd

Veiga Grétarsdóttir međ frćđslu í Félagsheimili

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 27. mars 2023

Veiga Grétarsdóttir transkona heimsækir félagsmiðstöð og skóla og verður með fræðslu þriðjudaginn 28.mars.

Hún fjallar um sögu sína sem kona og fer yfir það hvernig var að vera barn, unglingur og fullorðin og burðast alltaf með leyndarmálið um hver hún var verandi föst í karlmannslíkama í 38 ár .

Hún vill veita innblástur með vandaðri framsögu sem á erindi við alla þá sem þurfa að takast á við áskoranir og mótlæti eða vilja bæta árangur sinn.

Fyrirlesturinn verður margskiptur og lagaður að mismunandi aldri barnanna sem á hann hlýða.

Að framsögu lokinni verða umræður og spurningum svarað.

Öll þau sem áhuga hafa á málefninu eru hjartanlega velkomin seinni partinn en við byrjum á grunnskólanum og elsta hópi leikskóla. Þar verða frá kl 12:10 til 13:10,  5 ára og 1.-6. bekkur í Hnyðju og svo frá 13:30-14:30,  7.-10. bekkur í Félagsheimilinu.

Kl 18:00 verður opinn fyrirlestur fyrir unglinga af Ströndum, Reykhólum og Dalabyggð í Félagsheimilinu og hvetjum við öll sem áhuga hafa, af þessu svæði til að mæta.

19:30 verður svo í boði fyrir alla foreldra og aðra áhugasama að hlýða á Veigu í Félagsheimilinu.

Öll eru hvött til að mæta, hlusta og spyrja um hvaðeina sem þeim býr í brjósti.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Janúar 2025 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nćstu atburđir