A A A

Valmynd

Verðlaun fyrir framúrskarandi atriði

| 09. mars 2014

Þriðju svæðistónleikar Nótunnar 2014 voru haldnir í Hjálmakletti, Menntaskólanum í Borgarnesi í gær, laugardaginn 8. mars. Alls tóku 10 tónlistarskólar frá Vesturlandi, Vestfjörðum og Húnaþingi vestra þátt að þessu sinni og voru atriðin alls 25.

Nótan er uppskeruhátíð tónlistarskólanna og er samstarfsverkefni Félags tónlistarskólakennara, Félags íslenskra hljómlistarmanna og Samtaka tónlistarskólastjóra. 

Sólrún Ósk Pálsdóttir, nemandi í 8. bekk, tók þátt fyrir hönd Grunn - og Tónskólans á Hólmavík. Sólrún Ósk stundar tvöfalt nám við skólann og leikur á þverflautu, píanó og syngur. Hún flutti lag Emili Sandé, You can read all about it, í eigin útsetningu. Sólrún Ósk söng lagið og lék undir eigin söng á flygil. 

Stóð Sólrún Ósk sig með miklum sóma og hlaut á endanum sérstaka viðurkenningu og verðlaunagrip fyrir framúrskarandi atriði.

Við óskum Sólrúnu Ósk til hamingju með frábæran árangur.

Bekkjavefir

Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Næstu atburðir