A A A

Valmynd

Viđ tökum ţátt í Lífshlaupinu

| 31. janúar 2012

Á morgun, þann 1. febrúar, hefst Lífshlaupið sem er heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ fyrir alla aldurshópa. Í fyrra lentum við í Grunnskólanum á Hólmavík í 2. sæti í okkar flokki en keppnin virkar þannig að landsmenn eru hvattir til þess að huga að sinni daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, heimilisverkum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta.

Lýðheilsustöð ráðleggur börnum og unglingum að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag. Inn á vef Lífshlaupsins er hægt að velja um þrjár leiðir til að taka þátt í Lífshlaupinu: Ef þú ert 15 ára og yngri getur þú tekið þátt í hvatningarverkefni fyrir grunnskóla. Ef þú ert 16 ára og eldri getur þú tekið þátt í vinnustaðakeppni. Allir geta tekið þátt í einstaklingskeppni þar sem þátttakendur geta skráð niður sína daglegu hreyfingu allt árið. Hægt er að fylgjast með fjölda þátttakenda, fjölda liða og með þeim árangri sem þátttakendur ná í hverju sveitarfélagi fyrir sig með því að smella á Staðan vinstra megin á vef Lífshlaupsins http://lifshlaupid.is/ en þar má einnig nálgast ítarlegri upplýsingar um hvatningarleikinn þar sem grunnskólanemendur eru hvattir til þess að ná að hreyfa sig alla daga meðan á leiknum stendur í samræmi við ráðleggingar um hreyfingu.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Nóvember 2024 »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nćstu atburđir