A A A

Valmynd

Viđburđir vikunnar 23. - 27. mars.

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 23. mars 2015
Óhætt er að segja að síðasta vikan fyrir páskafrí verði annasöm hjá nemendum og starfsfólki Grunn- og Tónskólans á Hólmavík.

Þriðjudaginn 24. mars klukkan 17:00 verður Stóra upplestrarkeppnin fyrir 7. bekk haldin í Grunnskólanum á Drangsnesi. Þar lesa nemendur frá Grunnskólunum á Reykhólum, Finnbogastöðum, Drangsnesi og Hólmavík vel valda texta fyrir gesti. Allir eru velkomnir.

Fimmtudaginn 26. mars klukkan 17:00 verður Árshátíð Grunn- og Tónskólans haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík. Þar stíga á svið nemendur Grunnskóla auk nemenda Tónskóla og fimm ára nemenda Leikskólans Lækjarbrekku og flytja leik, dans og tónlist eins og þeim einum er lagið.

Föstudaginn 27. mars klukkan 13:00 verður danssýning í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík en þessa vikuna stíga nemendur dansinn daglega undir stjórn Jóns Péturs Úlfljótssonar danskennara. Að danssýningunni lokinni hefst páskaleyfi nemenda. 

Kennsla hefst aftur að loknu páskaleyfi 7. apríl. 2015.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Nóvember 2024 »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nćstu atburđir