Yndislestrardagur - Alţjóđlegur dagur barnabókarinnar
| 04. apríl 2013
Þann 2. apríl var alþjóðlegur dagur barnabókarinnar en dagurinn er fæðingardagur H.C. Andersens og dagur sem minnir samfélagið á mikilvægi góðra barnabóka og lesturs.
Eins og undanfarin ár færir IBBY á Íslandi íslenskum börnum smásögu að gjöf í tilefni dagsins. Friðrik Erlingsson hefur skrifað söguna Stóri bróðir en sagan var lesin fyrir nemendur allra grunnskóla í dag, fimmtudaginn 4.apríl kl. 9.10.
Hugsjón IBBY-samtakanna er að auka skilning meðal bæði einstaklinga og þjóða gegnum barnabókmenntir og saga Friðriks mun sannarlega veita nemendum innsýn inn í lífskjör jafningja þeirra sem búa annarsstaðar á jarðarkringlunni. Sagan vekur til umhugsunar um hvernig erfið lífsreynsla getur þrátt fyrir allt leitt til góðs og á fimmtudaginn mun heil kynslóð íslenskra barna deila þeirri lestrarupplifun og taka hana með sér áfram út í lífið.
Eins og undanfarin ár færir IBBY á Íslandi íslenskum börnum smásögu að gjöf í tilefni dagsins. Friðrik Erlingsson hefur skrifað söguna Stóri bróðir en sagan var lesin fyrir nemendur allra grunnskóla í dag, fimmtudaginn 4.apríl kl. 9.10.
Hugsjón IBBY-samtakanna er að auka skilning meðal bæði einstaklinga og þjóða gegnum barnabókmenntir og saga Friðriks mun sannarlega veita nemendum innsýn inn í lífskjör jafningja þeirra sem búa annarsstaðar á jarðarkringlunni. Sagan vekur til umhugsunar um hvernig erfið lífsreynsla getur þrátt fyrir allt leitt til góðs og á fimmtudaginn mun heil kynslóð íslenskra barna deila þeirri lestrarupplifun og taka hana með sér áfram út í lífið.
Í dag er einnig yndislestrardagurinn hjá okkur í grunnskólanum. Af því tilefni fengum við Ásu Ketilsdóttur sagnakonu í heimsókn sem sagði sögur af draugum og öðru fróðlegu og skemmtilegu efni. Kristín bókavörður bauð upp á upplestur á bókasafni. Auk þess sem ýmislegt annað var í boði fyrir nemendur sem tengdist bókmenntum.