A A A

Valmynd

Skólar á grćnni grein - Umhverfisstefna

Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Þeir skólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leitast við að stíga skrefin sjö. Þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum næstu tvö ár en sú viðurkenning fæst endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Skrefin sjö eru ákveðin verkefni sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Verkefnin eru bæði til kennslu í bekk og til að bæta daglegan rekstur skóla. Þau auka þekkingu nemenda og skólafólks og styrkja grunn að því að tekin sé ábyrg afstaða og innleiddar raunhæfar aðgerðir í umhverfismálum skóla. Jafnframt sýnir reynslan í Evrópu að skólar sem taka þátt í verkefninu geta sparað talsvert í rekstri.


Markmið verkefnisins er að:

• Bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku.

• Efla samfélagskennd innan skólans.

• Auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan.

• Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur.

• Veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál.

• Efla alþjóðlega samkennd og tungumálakunnáttu.

• Tengja skólann við samfélag sitt, fyrirtæki og almenning.

 

Landvernd

Grænfánaverkefninu á Íslandi er stýrt af Landvernd sem er aðili að alþjóðlegu samtökunum FEE. Stýrihópur um Grænfána er Landvernd til fulltingis um allt sem viðkemur verkefninu.


Upplýsingar er að finna á vef Landverndar www.landvernd.is.

Umhverfissáttmáli Grunnskólans á Hólmavík

Umhverfismarkmið

 

Grunnskólinn á Hólmavík leggur áherslu á:

  • Að nemendur læri gildi þess að ganga vel um náttúruna og umhverfi sitt.

  • Að draga úr sóun verðmæta og nýta vel auðlindir jarðar.

  • Að endurnýta og endurvinna eins og kostur er.

  • Að auka umhverfisvitund nemenda, foreldra og starfsfólks.

 

Leiðir

 

Ganga vel um náttúruna og umhverfi okkar, nýta það og njóta, hlúa að því og rækta.

Fara vel með auðlindir jarðarinnar í anda sjálfbærrar þróunar, nota minna, endurvinna og

endurnýta það sem hægt er sem og minnka mengun.

Bæta umhverfisvitund nemenda, foreldra og starfsmanna skólans


Umhverfislag Grunnskólans á Hólmavík

Lag: Íris Björg Guðbjartsdóttir

Texti: nemendur og starfsfólk skólans 2014


Í skólanum okkar

við lærum að umgangast umhverfið

I skólanum okkar

metum við náttúruna.


Við flokkum, við skilum,

við endurnýtum eins og kostur er.

Við flokkum við skilum,

við grænfána drögum að hún.


Við spornum við sóun,

og sparlega förum með orkuna.

Við lærum og leikum

jafnt inni sem utandyra.


Við flokkum, við skilum,

við endurnýtum eins og kostur er.

Við flokkum, við skilum,

við grænfána drögum að hún.

 
Uppfært ágúst 2018

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir