Atvinnumála- og hafnarnefnd - 5. ágúst 2011
Fundur var haldinn í Atvinnumála- og hafnarnefnd föstudaginn 5. ágúst 2011 kl. 12:30 á skrifstofu sveitarfélagsins. Mættir voru Elfa Björg Bragadóttir, Kristín S. Einarsdóttir, Matthías Lýðsson, Victor Örn Victorsson og Bryndís Sveinsdóttir. Ingibjörg Valgeirsdóttir hafnarstjóri sat fundinn og ritaði fundargerð.
Kristín S. Einarsdóttir
Matthías Lýðsson
Victor Örn Victorsson
Bryndís Sveinsdóttir
Á dagskrá fundarins var eftirfarandi.
1. Niðurstaða útboðs og val á verkta vegna endurbyggingar stálþils við Hólmavíkurhöfn, erindi frá Siglingastofnun dags. 3 ágúst 2011.
2. Önnur mál.
Þá var gengið til dagskrár.
1. Nefndin óskar eftir að kannað verði hvernig eftirliti með verkinu verði háttað. Nefndin samþykkir að í framhaldi af því verði gengið til samninga við lægstbjóðendur, fyrirtækið Ísar ehf.
2. Önnur mál
Engin önnur mál voru tekin fyrir.
Fundi slitið kl. 13:00.
Elfa Björk Bragadóttir
Kristín S. Einarsdóttir
Matthías Lýðsson
Victor Örn Victorsson
Bryndís Sveinsdóttir