A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd - 17. sept. 2008

Miðvikudaginn 17. september  var haldinn fundur í Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd Strandabyggðar á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl.17:00. Mættir voru Jóhann L. Jónsson, Snorri Jónsson, Ingibjörg Emilsdóttir, Hannes Leifsson og Þórólfur Guðjónsson. Einnig sátu fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri og Einar Indriðason slökkviliðsstjóri. Fyrir fundinum lá eftirfarandi dagskrá:

1. Hönnun gatna í Hólmavík.
2. Staðsetning á frjálsíþróttavelli.
3. Önnur mál.

Þá var gengið til dagskrár.

1. Hönnun gatna í Hólmavík. 
Lagðar eru fram til kynningar teikningar af götum í Hólmavík sem eftir er að setja bundið slitlag á. Teikningarnar eru gerðar af Tækniþjónustu Vestfjarða. Tvær tillögur eru um Kópnesbrautina og tengingu hennar við Bröttugötu. Leist nefndinni betur á tillögu B þar sem farið er með Kópnesbrautina niður á vegfyllingu í fjörunni. Lagt fram til kynningar.

2. Staðsetning á frjálsíþróttavelli. 
Lögð er fram teikning af hugsanlegri staðsetningu frjálsíþróttavallar í Brandskjólum og telur nefndin staðsetningu vallarins mjög góða og samþykkir hana fyrir sitt leyti.

3. Önnur mál. 
Lögð er fram til kynningar og álitsgerðar drög að lögreglusamþykkt fyrir Vestfirði.

Lagðar fram teikningar af sumarhúsi að Borgabraut 31. Nefndin samþykkir teikningarnar með fyrirvara um ítarlegri teikningar og skráningatöflu. 

Skoðað var merki sem sýnir að bannað sé að leggja húsbílum í þéttbýli utan tjaldsvæðis. Nefndin vill að settur sé texti á merkið "utan tjaldsvæðis". 

Formaður nefndarinnar vill að lokað verði brekkunni við leikskólann Lækjarbrekku vegna slysahættu en skiptar skoðanir voru um málið. Talið betra að settar verði varnir við leikskólann svo ekki komi bifreið inn í garð. 

Þá er farið þess á leit að tankur undir úrgangsolíu verði fjarlægður og settur upp á Skeiði.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og hún samþykkt og fundi slitið kl. 18:40.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón