A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd - 26. jan. 2009

Mánudaginn 26. janúar 2009 var haldinn fundur í Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd Strandabyggðar.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl.17:00. Mætt voru Ingibjörg Emilsdóttir,  Hannes Leifsson og Már Ólafsson varamaður. Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. 

Fyrir fundinum lá eftirfarandi dagskrá:


1. Umsókn um heimild til útlitsbreytinga á Steinshúsi, Nauteyri
2. Stofnskjöl Broddanes 2 lóð 2, til umsagnar.
3. Önnur mál.


Þá var gengið til dagskrár.


1. Umsókn um heimild til útlitsbreytinga á Steinshúsi, Nauteyri. 
Borist hefur umsókn um heimild til útlitsbreytinga á Steinshúsi vegna breytinga á notkun hússins en þar er áætlað að vera með safn ásamt fræðimannsíbúð. Breytingarnar felast í því að gerðir eru nýir gluggar og nýr inngangur á vesturhlið ásamt nýjum inngangi á norðurhlið hússins. Samþykkt var samhljóða að verða við erindinu.


2. Stofnskjöl Broddanes 2 lóð 2, til umsagnar. 
Borist hefur til umsagnar stofnskjal fyrir nýrri lóð í landi Broddaness 2 þar sem gert er ráð fyrir byggingu frístundahúss. Samþykkt var samhljóða að verða við erindinu.


3. Önnur mál.
 

Engin önnur mál.


Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og hún samþykkt og fundi slitið kl.17:25.

Ingibjörg Emilsdóttir           
Hannes Leifsson       
Már Ólafsson         
Ásdís Leifsdóttir

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón