Fræðslunefnd - 19. maí 2011
Fundur haldinn í fræðslunefnd 19. maí kl. 11.30 á skrifstofu sveitarfélagsins. Mættir Steinunn Þorsteinsdóttir, Katla Kjartansdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Snorri Jónsson, Kristinn Schram, Lára G. Agnarsdóttir, Stefán Jónsson, Hildur Guðjónsdóttir, Bjarni Ómar Haraldsson og Salbjörg Engilbertsdóttir sem ritar fundargerð.
Fundardagskrá:
1. Fyrirhugaðar breytingar á skólastarfinu 2011-2012 lagðar fram til umræðu og samþykktar.
Tillögur skólastjórnenda vegna skólaársins 2011-2012.
a. Stundatafla
Fræðslunefnd samþykkir að fela skólastjórnendum að skipuleggja skólastarfið með þeim hætti að skóladagurinn hefjist klukkan 8:10 og að allir nemendur í 1. - 10. bekk ljúki skóladeginum í Grunnskólanum á sama tíma eða um klukkan 14:00. Kennslumagn bekkjardeilda verður samkvæmt gildandi viðmiðunarstundaskrá frá Menntamálaráðuneyti. Samþykkt að kennslumagn í almennri kennslu verði 220 tímar. Kennslumagn í sérkennslu verði 30 stundir.
b. Skólamötuneytið
Áfram verður keypt þjónusta af Café Riis og munu nemendur fara í mat á Café Riis. Fyrirkomulag verður útfært nánar í samráði við verktaka. Ýmsar útfærslur mögulegar t.d. að skipta nemendum upp í hópa eða allir fari á sama tíma. Skólabíll flytur yngri nemendur til og frá íþróttahúsi í kringum matartíma þegar þannig ber undir. Starfsfólk frá skólanum fylgir nemendum og sinnir gæslu á milli skóla og í mötuneyti.
1. - 3. bekkur 12:00 - 12:40
4. - 6. bekkur 12:20 - 12:50
7. - 10. bekkur 12:40 - 13:00
Einnig möguleiki að allir fari í mat á sama tíma
Hugmynd er uppi um hvort gera þurfi könnun á því hvernig mat nemendur/foreldrar vilja að boðið sé upp á. Lögð er áhersla á að kostnaður við skólamötuneyti hækki ekki við þessa breytingu. Fræðslunefnd samþykkir tillögur um skólamötuneyti.
c. Heimilisfræðikennsla
Frá og með næsta skólaári verður öll Heimilisfræðikennsla kennd í Félagsheimili Strandabyggðar og verður hún kennd með sama hætti og í vetur þar sem hver námshópur er einn dag í mánuði í heimilisfræði. Með skiptingu gætu þetta orðið 4 - 6 daga í mánuði. Fræðslunefnd samþykkir tillögu um heimilisfræðikennslu.
Skipulag bekkjadeilda skólaárið 2011-2012.
1.-3. bekkur = 25 nemendur
4.-6. bekkur = 20 nemendur
7. og 8. bekkur = 25 nemendur
9. og 10. bekkur = 12 nemendur
Samtals: 82 nemendur.
Tekið verður upp ,,tveggja-kennara-kerfi" í 1.-8. bekk.
Fræðslunefnd samþykkir hugmyndir um skipulag bekkjadeilda.
e. Framkvæmdir við skólahúsnæðið vegna stækkunar á námshópum og frekari aðlögunar húsnæðis að skólastarfi.
Opnað verður á milli fimm rýma í skólastofum í sumar til að tryggja aðgengi stærri nemendahópa. Skólastofur verða 4. Sérkennsla færist í rými sem verða til í gamla skóla við hlið núverandi tónlistarstofu. Vinnuaðstaða fyrir kennara og skólastjórnendur verður bætt til muna. Ráðgert er að prufukeyra nýtt fyrirkomulag næsta vetur með því að nýta núverandi tónlistarstöðu fyrir vinnuaðstöðu kennara og skólaritara og færa aðstoðarskólastjóra í rýmið fyrir framan skrifstofuna í gamla skólanum. Fræðslunefnd samþykkir þessar breytingar fyrir sitt leyti.
f. Skólaskjól
Ákveðið er að breyta fyrirkomulagi vegna Skólaskjóls. Undanfarin ár hefur verktaki séð um starfsemina í samráði við skólann en frá og með næsta skólaári munu starfsmenn skólans starfa við Skólaskjólið. Starfinu verður blandað saman við störf stuðningsfulltrúa sem sjá þá jafnframt um Skólaskjólið. Laugardaginn 21. maí verður auglýst eftir 3 stuðningsfulltrúum. Fræðslunefnd samþykkir breytingarnar fyrir sitt leyti.
g. Kennarastöður
Yfirlit vegna starfsmannahalds
Kristján Sigurðsson hefur sagt upp stöðu aðstoðarskólastjóra. Fræðslunefnd þakkar Kristjáni vel unnin störf síðustu ára og óskar honum velfarnaðar á nýjum slóðum.
Auglýst verður eftir nýjum aðstoðarskólastjóra í fréttablaðinu 21. maí n.k. og er umsóknarfrestur til 1. júní. Umsækjandi um stöðu aðstoðarskólastjóra þarf að hafa kennsluréttindi og kennslureynslu á grunnskólastigi. Þekking, reynsla eða menntun á sviði stjórnunar er æskileg. Áhugi á þróunarstarfi með áherslu á teymisvinnu og kennsluháttum sem tengjast hugmyndafræði um einstaklingsmiðað nám er skilyrði. Í auglýsingunni skal koma fram að umsókn fylgi greinargerð þar sem fram kemur reynsla og menntun umsækjanda, hvaða sýn hann hefur á skólastarf og hugmyndir umsækjanda um nýbreytni og hlutverk aðatoðarskólastjóra í skólastarfi. Áhugi á listgreinum er mikilvægur en ekki skilyrði.
Lára Guðrún Agnarsdóttir hefur sagt upp starfi sínu við skólann. Fræðslunefnd þakkar Láru vel unnin störf síðustu ára og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Og Lára þakkar sömuleiðis fyrir góð ár á Hólmavík.
Ásta Þórisdóttir hefur óskað eftir launalausu námsleyfi í eitt ár. Mælt er með því að hún fái leyfið. Fræðslunefnd samþykkir það fyrir sitt leyti.
Sigríður Jónsdóttir sem starfar sem stuðningsfulltrúi hefur tekið ákvörðun um að starfa ekki við skólann þar sem hún treystir sér ekki vegna sveitastarfa að vinna í fyrri hluta september og í maí. Þrír stuðningsfulltrúar eru starfandi við skólann hafa báðir líst yfir að þeir vilja gjarnan starfa við skólann. Stöður stuðningsfulltrúa eru auglýstar til níu mánaða í senn og ljúka Steinar og Ingibjörg störfum 31. maí.
Victor Örn Victorsson vill starfa við skólann sem stundakennari.
Arnar Jónsson vill starfa við skólann sem stundakennari t.d. við valfag ef þess er óskað.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir ætla aðrir starfsmenn og kennarar að starfa áfram við skólann .
Laugardaginn 21. maí verðu auglýst í Fréttablaðinu eftir tungumálakennara í 100% stöðu.
h. Erindisbréf og starfslýsingar skólastjórnenda
Skóalstjóri óskar eftir því að fræðslunefnd og sveitarstjórn hafi forgöngu um að gerð verði erindisbréf og starfslýsingar fyrir skólastjórnendur og hefur Sveitarstjóri í ákveðið að vinna að þessu í samráði við skólastjórnendur. Sveitarstjórn er að vinna að erindisbréfum og starfslýsingum.
i. Fræðslustjóri - skólaskrifstofa
Skólastjórnendur gera tillögu að því að hafinn verði vinna við að kanna möguleika á ráðningu fræðslustjóra. Fræðslunefnd samþykkir að hafinn verði vinna við að kanna möguleika á ráðningu fræðslustjóra og skilgreiningu á hlutverki hans og aðkomu að skólum í sveitarfélaginu. Í dag gegna skólastjórnendur þessum hlutverkum eins og hægt er og er það í raun stór hluti af starfi þeirra í dag sem er nauðsynlegt að meta og skilgreina inn í erindisbréf og starfslýsingar skólastjórnenda.
Nú vék Ingibjörg Sigurðardóttir af fundi.
j. Tónskólinn
Fræðslunefnd samþykkir að stytta starfstíma Tónskólans úr 9. mánuðum í 8 1/2 mánuð. Starfstíminn skal vera á tímabilinu 1. september til 1.-5. maí og mun það sem upp á vantar til 8 1/2 mánaðar starfstíma dreifast á það tímabil. Óskað er eftir 55 tímum vegna Tónskólans. Fræðslunefnd samþykkir það fyrir sitt leyti.
Fræðslunefnd samþykkir að allir nemendur í 1. - 10. bekk geti með leyfi forráðamanna stundað tónlistarnám á skólatíma.
Stefán Steinar Jónsson hefur sagt starfi sínu sem tónlistarkennari lausu og hyggur á önnur mið. Fræðslunefnd þakkar Stefáni fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.
Viðar Guðmundsson mun koma aftur til starfa við Tónskólans í allt að 50% starfshlutfalli.
Anna Sólrún Kolbeinsdóttir var ráðin til eins árs og mun láta af störfum í vor. Fræðslunefnd þakkar Önnu Sólrúnu vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar í leik og starfi.
Barbara Ósk Guðbjartsdóttir mun starfa til Tónskólann í 100% starfshlutfalli.
Laugardaginn 21. maí verður auglýst í fréttablaðinu eftir tónlistarkennara í 100% stöðu. Kennslugreinar Grunn eða miðstig, píanó, gítar, bassi, slagverk og tónfræðigreinar.
Afmarkað verður kennslurými fyrir Tónskóla þar sem mötuneytið er nú þar sem verða tvær kennslustofur og salur til samspils og tónleikahalds. Möguleiki verðu kannaður á að koma upp þriðja kennslurýminu á efri hæð skólans. Þannig er tónskólinn kominn í varanlegra húsnæði en áður.
Fræðslunefnd samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti.
2. Skóladagatal grunnskólans 2011-2012.
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið fyrir sitt leyti en næsta haust munu skólastjórnendur skoða betur að setja á sérstakt prófatímabil í stað prófdaga.
3. Önnur mál.
a) Fræðslunefnd hvetur sveitarstjórn til móta sér framtíðarsýn varðandi skólahúsnæði og lóð.
b) Engin önnur mál.
Fundagerð samþykkt og fundi slitið kl. 12.50
Steinunn Þorsteinsdóttir (sign) Lára Guðrún Agnarsdóttir (sign)
Snorri Jónsson (sign) Bjarni Ómar Haraldsson (sign)
Katla Kjartansdóttir (sign) Salbjörg Engilbertsdóttir(sign)
Hildur Guðjónsdóttir (sign) Stefán Jónsson (sign)
Kristinn Schram (sign)
ATH: Fundargerðin var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar 24. maí 2011.