A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggðar - 18. janúar 2011

Sveitarstjórnarfundur nr. 1176 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 18. janúar 2011. Fundurinn var haldinn á skrifstofu Strandabyggðar að Hafnarbraut 19 og hófst kl. 18:15. Á fundinum voru Jón Jónsson varaoddviti, Ásta Þórisdóttir, Bryndís Sveinsdóttir og Katla Kjartansdóttir auk oddvita sveitarstjórnar, Jóns Gísla Jónssonar sem setti fundinn og bauð viðstadda velkomna. Sveitarstjóri Strandabyggðar, Ingibjörg Valgeirsdóttir, sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.

 

Oddviti leitaði afbrigða með að taka á dagskrá fundarins lið númer 11: Áskorun til sjávarútvegsráðherra og var það samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá fundarins var eftirfarandi:


1. Fjárhagsáætlun 2011, seinni umræða

2. Minnisblað um niðurskurð á þjónustu lögreglunnar á Hólmavík, erindi dags. 18. janúar 2011

3. Markmið laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, erindi dags. 3. janúar 2011

4. Innanríkisráðuneyti tekur til starfa, erindi dags. 30. desember 2010

5. Styrkbeiðni, Félag eldri borgara í Strandasýslu, dags. 10. janúar 2011

6. Styrkbeiðni, Leikfélags Hólmavíkur, dags. 13. janúar 2011

7. Ný Tómstunda- og menningarnefnd

8. Fundargerð Menningarmálanefndar, dags. 10. janúar 2011

9. Fundargerð Íþrótta- og tómstundanefndar, dags. 12. janúar 2011

10. Fundargerð Félagsmála- og jafnréttisnefndar, dags. 12. janúar 2011

Þá var gengið til dagskrár:

 

1. Fjárhagsáætlun 2011, seinni umræða

Fjárhagsáætlun 2011 er samþykkt samhljóða ásamt breytingum á gjaldskrám.


Greinargerð, sjá hér.
Áætlaður rekstrarreikningur, sjá hér.
Áætlaður efnahagsreikningur, sjá hér.
Áætlað sjóðsstreymi, sjá hér.
Áætlað rekstraryfirlit, sjá hér.

2. Minnisblað um niðurskurð á þjónustu lögreglunnar á Hólmavík, erindi dags. 18. janúar 2011

Minnisblað sveitarstjóra og bréf frá Stjórn Lögreglufélags Vesturlands, dags. 18. janúar 2011, lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að skrifa bréf til Dóms- og kirkjumálaráðherra þar sem niðurskurði í löggæslu á Vestfjörðum er mótmælt og ítrekuð ósk um fund með ráðherra.

 

3. Markmið laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, erindi dags. 3. janúar 2011


Lagt fram til kynningar. Samþykkt að vísa erindinu til nýrrar Velferðarnefndar sem er að vinna að samræmingu á reglum sveitarfélaganna Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Strandabyggðar og Reykhólahrepps um fjárhagsaðstoð.

 

4. Innanríkisráðuneyti tekur til starfa, erindi dags. 30. desember 2010


Lagt fram til kynningar.

 

5. Styrkbeiðni, Félag eldri borgara í Strandasýslu, dags. 10. janúar 2011


Samþykkt að styrkja Félag eldri borgara í Strandasýslu um kr. 100.000 árið 2011.

 

6. Styrkbeiðni, Leikfélag Hólmavíkur, dags. 13. janúar 2011


Samþykkt að styrkja Leikfélag Hólmavíkur um kr. 200.000 árið 2011.

 

7. Ný Tómstunda- og menningarnefnd


Nýja nefnd skipa Kristjana Eysteinsdóttir, Kristinn Schram, Kolbeinn Skagfjörð, Ingibjörg Emilsdóttir og Salbjörg Engilbertsdóttir. Varamenn eru Guðrún Guðfinnsdóttir, Þorsteinn Newton, Rúna Stína Ásgrímsdóttir, Jón Alfreðsson, og Lýður Jónsson.

 

8. Fundargerð Menningarmálanefndar, dags. 10. janúar 2011


Varðandi lið 3 í fundargerðinni þá hafnar sveitarstjórn Strandabyggðar  styrkbeiðni Steinshúss ses. að svo stöddu en samþykkir að sveitarfélagið verði meðlimur í félaginu Vinir Steins. Fundargerðin samþykkt samhljóða að öðru leyti. Sveitarstjórn þakkar nefndarmönnum í Menningarmálanefnd fyrir vel unnin störf.

 

9. Fundargerð Íþrótta- og tómstundanefndar, dags. 12. janúar 2011

Fundargerð samþykkt samhljóða. Sveitarstjórn þakkar nefndarmönnum í Íþrótta- og tómstundanefnd fyrir vel unnin störf.

 

10. Fundargerð Félagsmála- og jafnréttisnefndar, dags. 12. janúar 2011


Varðandi lið 2: Jafnréttisáætlunum er vísað til umfjöllunar í Atvinnumála- og hafnarnefnd sem héðan í frá fer með jafnréttismál sveitarfélagsins Strandabyggðar. Fundargerðin samþykkt samhljóða. Sveitarstjórn þakkar nefndarmönnum í Félagsmála- og jafnréttisnefnd fyrir vel unnin störf.

 

11. Áskorun til sjávarútvegsráðherra.

Lagt fram bréf hagsmunaaðila í sjávarútvegi við Steingrímsfjörð þar sem lýst er áhyggjum varðandi aflaheimildir ýsu og erfiðs ástands í framsalsmarkaði, dags. 13. janúar 2011. Sveitarstjórn Strandabyggðar fagnar samstöðu hagsmunaaðila í sjávarútvegi við Steingrímsfjörð. Sveitarstjórn tekur efnislega undir erindið og samþykkir að fela sveitarstjóra að skrifa bréf til ráðherra því til stuðnings.


Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.

 

Fundi slitið kl. 20:37

 

Jón Gísli Jónsson,
Jón Jónsson,
Ásta Þórisdóttir,
Katla Kjartansdóttir
Bryndís Sveinsdóttir

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón