A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggðar - 8. febrúar 2011

Sveitarstjórnarfundur nr. 1177 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 8. febrúar 2011 og var það fyrsti fundur sveitarstjórnar sem haldinn var á nýrri skrifstofu sveitarfélagsins að Höfðagata 3. Á fundinum sem hófst kl. 18:15 voru Jón Jónsson varaoddviti, Ásta Þórisdóttir, Bryndís Sveinsdóttir og Katla Kjartansdóttir auk oddvita sveitarstjórnar, Jóns Gísla Jónssonar sem setti fundinn og bauð viðstadda velkomna á nýja skrifstofu. Sveitarstjóri Strandabyggðar, Ingibjörg Valgeirsdóttir, sat einnig fundinn og ritaði fundargerð. 

 

Dagskrá fundarins var eftirfarandi:


1. Samkomulag um kjarasamningsumboð
2. Forkaupsréttur á borholu, erindi frá Guðmundi Björnssyni, dags. 28. jan. 2011
3. Unglingalandsmót UMFÍ 2013 og 2014, erindi frá UMFÍ, dags. 28. jan. 2011
4. Þjónustusamningur milli Strandabyggðar og Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðra, dags. 26. jan. 2011
5. Takmörkun veiða með dragnót úti fyrir Ströndum, dags. 17. jan. 2011
6. Minnisblað vegna fundar oddvita, sveitarstjóra og bæjarstjóra á Vestfjörðum, dags. 4. feb. 2011
7. Fundargerð Sorpsamlagsins, dags. 11. jan. 2011
8. Fjárhagsáætlun Sorpsamlagsins 2011
9. Fundargerð Héraðsnefndar, dags. 27. jan. 2011
10. Fundargerð Atvinnumála- og hafnarnefndar, dags. 25. jan. & 2. feb. 2011
11. Fundargerð Umhverfis- og náttúruverndarnefndar, dags. 2. feb. 2011
12. Fundargerð Tómstundanefndar, dags, 3. feb. 2011
13. Fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar, dags. 3. feb. 2011

 

Þá var gengið til dagskrár:

 

1. Samkomulag um kjarasamningsumboð

Sveitarstjórn samþykkir að fela stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir sína hönd við stéttarfélög sem starfsfólk sveitarfélagsins eru aðilar að.

 

2. Forkaupsréttur á borholu, erindi frá Guðmundi Björnssyni, dags. 28. jan. 2011

Guðmundi Björnssyni er þakkað fyrir erindið. Sveitarstjóra er falið að svara bréfi í samræmi við umræður á fundinum og óska eftir frekari upplýsingum.

 

3. Unglingalandsmót UMFÍ 2013 og 2014, erindi frá UMFÍ, dags. 28. jan. 2011


Lagt fram til kynningar.

 

4. Þjónustusamningur milli Strandabyggðar og Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðra, dags. 26. jan. 2011

Samningur samþykktur samhljóða.

 

5. Takmörkun veiða með dragnót úti fyrir Ströndum, dags. 17. jan. 2011


Lagt fram til kynningar.

 

6. Minnisblað vegna fundar oddvita, sveitarstjóra og bæjarstjóra á Vestfjörðum, dags. 4. feb. 2011


Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn Strandabyggðar fagnar auknu samráði og samstarfi milli sveitarfélaga á Vestfjörðum og hvetur oddvita, sveitarstjóra og bæjarstjóra til dáða,  Vestfjarðakjálkanum öllum til heilla.


7. Fundargerð Sorpsamlagsins, dags. 11. jan. 2011

Fundargerð lögð fram til kynningar. Við umræðu á lið 1 vék Jón Jónsson, varaoddviti, af fundi. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir af hálfu sveitarfélagsins að Sorpsamlag Strandasýslu kaupi húseignina að Skeiði 3, fyrir kaupverð að upphæð kr. 14 milljónum (skv. fylgiskjali frá Jóni Gísla Jónssyni, oddvita, dags. 7. febrúar 2011). Sveitarstjórn samþykkir fyir hönd Strandabyggðar að stjórn Sorpsamlagsins gangi frá kaupunum. Sveitarstjórn Strandabyggðar hvetur Sorpsamlag Strandasýslu til að efla kynningu á flokkun og starfsemi fyrirtækisins fyrir íbúa svæðisins.

 

8. Fjárhagsáætlun Sorpsamlagsins 2011


Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn vill beina því til stjórnar og framkvæmdastjóra Sorpsamlags Strandasýslu að fyllsta aðhalds verði gætt í öllum rekstri fyrirtækisins og óskar eftir að fjárhagsáætlun liggi fyrir í síðasta lagi 15. nóvember ár hvert. 

 

9. Fundargerð Héraðsnefndar, dags. 27. jan. 2011


Lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn fagnar því að Héraðsnefnd hafi fundað.

 

10. Fundargerð Atvinnumála- og hafnarnefndar, dags. 25. jan. & 2. feb. 2011

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir fundargerðina. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir tillögu að breytingu á hafnarreglugerð fyrir Hólmavíkurhöfn og tillögu að breytingu á gjaldskrá fyrir Hólmavíkurhöfn. 

 

11. Fundargerð Umhverfis- og náttúruverndarnefndar, dags. 2. feb. 2011


Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir fundargerðina samhljóða.

 

12. Fundargerð Tómstundanefndar, dags, 3. feb. 2011


Varðandi lið nr. 2: Erindisbréfi nefndarinnar vísað til vinnufundar sveitarstjórnar. Í fundargerð kemur fram tillaga í sama lið um breytingu á nafni Tómstundanefndar í Tómstunda, íþrótta- og menningarnefnd, skammstöfuð TÍM, til þess að hlutverk hennar sé öllum ljóst. Gengið var til atkvæða í sveitarstjórn um tillöguna og var hún samþykkt með 3 atkvæðum gegn 2. Samþykkir voru Ásta Þórisdóttir, Bryndís Sveinsdóttir og Katla Kjartansdóttir. Andvígir voru Jón Gísli Jónsson og Jón Jónsson. Fundargerð að öðru leyti samþykkt.

 

13. Fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar, dags. 3. feb. 2011


Vegna liðar nr. 5 leggur sveitarstjórn til að Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd vinni samkvæmt grein 8.6 í byggingarreglugerð þar sem kemur fram að nefndin geti með samþykki sveitarstjórnar veitt byggingarfulltrúa umboð til að gefa út byggingarleyfi fyrir tilteknum minniháttar framkvæmdum. Fundargerðin samþykkt samhljóða.   

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.

 

Fundi slitið kl. 21:05

 

Jón Gísli Jónsson (sign),
Jón Jónsson (sign),
Ásta Þórisdóttir (sign),
Katla Kjartansdóttir (sign), 
Bryndís Sveinsdóttir (sign)

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón