Sveitarstjórnarfundur 1319 í Strandabyggð 08.06.2021
Sveitarstjórnarfundur nr. 1319 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 8. júní 2021 í Hnyðju, Höfðagötu 3 og hófst kl. 16:00. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Jón Gísli Jónsson, Ásta Þórisdóttir, Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Pétur Matthíasson og Jón Jónsson. Salbjörg Engilbertsdóttir ritaði fundargerð.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
1. Ársreikningur 2020 seinni umræða
2. Erindi frá Gunnari Erni Arnarssyni f.h.Indriða Aðalsteinssonar
3. Fundargerð Sterkra Stranda frá 30. apríl 2021
4. Beiðni Sveitarstjórnarráðuneytis um upplýsingar vegna vatnsgjalds
5. SEM samtökin, beiðni um styrk vegna hjólakaupa
6. Opið bréf til sveitarfélaga um framboð á grænkerafæði í grunnskólum
7. Ársreikningur Náttúrustofu og boð á ársfund 16. júní 2021
8. Starfsleyfi Íþróttamiðstöðvarinnar á Hólmavík
9. Fundargerð landssamtaka sveitarfélaga nr.XXXVI frá 28. maí 2021
10. Fundargerð 898.fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. maí 2021
11. Umburðarbréf vegna breytinga á jarðalögum frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
Oddviti bauð fundarmenn velkomna og spurði hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboðið og leiðrétt var föðurnafn í öðrum lið dagskrár.
Þá var gengið til dagskrár:
1. Ársreikningur 2020 seinni umræða. Kristján Jónasson endurskoðandi mætir á fundinn gegnum fjarfundarbúnað. Farið var yfir niðurstöður ársreiknings og ábendingar endurskoðenda, sem benda á nauðsyn þess að ytri fjármögnun sé tryggð til rekstrar á árinu 2021.
Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta var neikvæð um 44.5 millj. kr. en í A hluta var rekstrarniðurstaðan neikvæð um 36.7 millj. kr. Skuldir og skuldbindingar A og B hluta nema 828.5 millj. kr. skv. efnahagsreikningi. Veltufé til rekstrar nemur 5,1 millj. kr. og er veltufjárhlutfall 0,54. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2020 nam 246.4 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 334.6 millj. kr.
Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða. Sveitarstjórn heldur áfram aðgerðum til að efla aðhald í rekstri og bæta fjárhagsstöðu sveitarfélagsins til lengri tíma. Verður unnið að þeim breytingum í samráði við Ráðrík ehf, forstöðumenn og starfsmenn sveitarfélagsins.
2. Erindi frá Gunnari Erni Arnarssyni f.h. Indriða Aðalsteinssonar. Gunnar Örn Arnarsson sendir erindi í tölvupósti fyrir hönd Indriða Aðalsteinssonar dags. 31. maí 2021 varðandi fyrirkomulag á grenjavinnslu 2021. Sveitarstjórn tekur fram að samningur sé í gildi við Guðmund Valdimarsson sem mun annast grenjavinnslu frá svæðinu Ísafjarðará að Mórillu. Áætlað er að grenjavinnsla hefjist 12.-13. júní.
3. Fundargerð Sterkra Stranda frá 30. apríl 2021. Lögð fram til kynningar. Íbúar eru hvattir til að mæta á íbúafund sem fyrirhugaður er í júní en þar verður hægt að koma hugmyndum um áherslur verkefnisins og atvinnuuppbyggingu á framfæri.
4. Beiðni Sveitarstjórnarráðuneytis um upplýsingar vegna vatnsgjalds. Sveitarstjórn samþykkir að veita þessar upplýsingar og er oddvita falið að svara erindinu.
5. SEM samtökin, beiðni um styrk vegna hjólakaupa. Oddviti leggur til að í ljósi aðstæðna sé erindinu hafnað. Samþykkt samhljóða. Sveitarstjórn óskar samtökunum alls hins besta.
6. Opið bréf til sveitarfélaga um framboð á grænkerafæði í grunnskólum.
Ásta Þórisdóttir leggur til að grænkerafæði verði valkostur í skólamötuneytinu. Samþykkt samhljóða.
7. Ársreikningur Náttúrustofu og boð á ársfund 16. júní 2021. Lagt fram til kynningar.
8. Starfsleyfi Íþróttamiðstöðvarinnar á Hólmavík. Lagt fram til kynningar.
9. Fundargerð landssamtaka sveitarfélaga nr. XXXVI frá 28. maí 2021. Lögð fram til kynningar.
10. Fundargerð 898. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. maí 2021. Lögð fram til kynningar.
11. Umburðarbréf vegna breytinga á jarðalögum frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17.28
Jón Gísli Jónsson
Ásta Þórisdóttir
Guðfinna Lára Hávarðardóttir
Pétur Matthíasson
Jón Jónsson