A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd - 24. maí 2011

Fundur í Tómstunda-, íþrótta- og menningarmálanefnd Strandabyggðar haldinn í Félagsheimilinu 24. maí.

Mætt voru: Arnar Jónsson tómstundafulltrúi, Ingibjörg Emilsdóttir, Kristinn Schram, Salbjörg Engilbertsdóttir, Kolbeinn Jósteinsson og Kristjana Eysteinsdóttir sem ritaði fundargerð.

 

1. Hamingjudagar

Lagakeppni fyrir Hamingjudaga fór fram föstudaginn 20. maí. Sex lög kepptu, en lagið sem bar sigur út bítum eftir kosningu áhorfenda í sal var lagið „Vornótt á Ströndum" eftir Ásdísi Jónsdóttur. Nefndin óskar Ásdísi innilega til hamingju með sigurinn.

Mánudaginn 6. júní kl.20:00 verður haldinn íbúafundur vegna Hamingjudaga í framhaldi af því fá hverfin tækifæri til að skipuleggja sig.


Ýmis önnur mál vegna Hamingjudaga rædd, sérstaklega varðandi dagskrá, framboð á afþreyingu o.s.frv.

Arnar Jónsson ræddi um markmið og tilgang Hamingjudaga og lagði til eftirfarandi tillögu þar að lútandi:

Tilgangurinn með því að halda Hamingjudaga er tvíþættur. Annars vegar er hátíðin átthagamót fyrir brottflutta Strandamenn og Hólmvíkinga, vettvangur til að hittast og eiga góða stund á heimaslóð. Hinn megintilgangurinn er að sem flestir taki þátt í hátíðinni með sínum hætti á sínum forsendum. Með virkri þátttöku í hátíðinni hjálpa menn til við að uppfylla meginmarkmið hennar sem er að hver einasti íbúi í Strandabyggð ásamt gestum hátíðarinnar finni fyrir innri hamingju, hugarró, gleði og kærleika í hverju skrefi.


Nefndin samþykkir einróma markmið Hamingjudaga.

 

2. Hljóðkerfismál


Búið er að gera við tvo JBL-mónitora og tveir eru í viðgerð að sögn Salbjargar. Stefnan er tekin á að festa monitorana upp í fjögur horn í sal félagsheimilisins og hafa lítinn mixer á sviðsvæng. Með því móti er hægt að bjóða upp á fast hljóðkerfi við öll minni tækifæri, s.s. ættarmót, fundi, ráðstefnur o.fl.

 

3. Önnur mál


a) Tómstunda- íþrótta- og menningarmálanefnd hvetur sveitastjórn til að móta sér skýra stefnu í uppbyggingu íþróttamannvirkja og svæða í sveitarfélaginu næstu ár.


b) Tómstunda-, íþrótta og menningarmálanefnd leggur einnig til að íþróttamiðstöðin á Hólmavík verði merkt með skilti (eða stöfum) yfir inngangi, áður en ferðamannastraumur sumarið 2011 hefst.

 
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 22:30


Ingibjörg Emilsdóttir (sign)
Kristinn Schram (sign)
Salbjörg Engilbertsdóttir (sign)
Kolbeinn Jósteinsson (sign)
Kristjana Eysteinsdóttir (sign)

ATH: Fundargerðin var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar 31. maí 2011.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón