Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd - 6. febrúar 2014
Fundur var haldinn í Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 6. febrúar kl. 20:00 á skrifstofu sveitastjóra, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Mætt voru Ásta Þórisdóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir, Jóhann Lárus Jónsson, Kristjana Eysteinsdóttir og Júlíus Freyr Jónsson. Esther Ösp Valdimarsdóttir tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.
Ásta Þórisdóttir formaður setti fundinn.
Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:
- 1. Staðardagskrá 21
Málaflokkar sem tengjast TÍM ræddir og tillögur að úrbótum gerðar hvað varðar útivist og lífsstíl. Fjölskyldumál, stofnanir sveitafélagsins og menningarminjar verða rædd síðar.
- 2. Ungmennahús
Rædd framkomin kostnaðaráætlun frá byggingafulltrúa Strandabyggðar vegna breytinga á félagsheimili og nefndin leggur til að farið verði í þessar framkvæmdir sem fyrst.
- 3. Hörmungardagar á Hólmavík
Dagskráin rædd og samþykkt með mikilli tilhlökkun.
- 4. Íþróttastarf í Strandabyggð
a. Rædd útkoma á fundi Geislans, Hvatar, Neistans, HSS, tómstundafulltrúa og fulltrúum sveitastjórnar 5. febrúar. TÍM styður eindregið áform um að ráðast í kostnaðaráætlun og mögulega framkvæmd íþróttavallar við Íþróttamiðstöðina á Hólmavík.
b. Fundir HSS og UMFÍ og súpufundur HSS 6. febrúar ræddir.
- 5. Samfelldur dagur í íþrótta-, æskulýðs- og skólastarfi
a. Áhugavert væri að kynna sér nánar útfærslur á þessu hjá öðrum sveitafélögum og kanna möguleika, kosti og galla þess að taka upp slíka stefnu í Strandabyggð.
b. Hvatt er til þess að auka samvinnu um skipulagningu á frístundastarfi í Strandabyggð og að tómstundafulltrúi safni upplýsingum frá viðkomandi aðilum og setji saman í samfellda töflu.
- 6. Sumarnámskeið
Lagt til að tómstundafulltrúi reikni út kostnað sveitafélagsins við að halda úti sumarnámskeiðum fyrir börn.
- 7. Stuðningur við vistvænan ferðamáta
Lagt fram til kynningar og verður rætt síðar.
- 8. Önnur mál
Brýnt væri að hefja forvarnarvinnu og hvetja til heilbrigðs lífstíls starfsmanna sveitafélagsins.
Fundi slitið kl. 23:00
Fundargerð lesin upp og samþykkt.