A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstundanefnd 30.mars 2015

Fundur var haldinn í Tómstunda-íþrótta- og menningarnefndar Strandabyggðar  mánudaginn 30. mars  2015,  kl. 20:00 í Hnyðju, Höfðagötu 3.

Fundinn sátu:  Ingibjörg Benediktsdóttir formaður, Ásta Þórisdóttir, Júlíana Ágústsdóttir og Salbjörg Engilbertsdóttir. Esther Ösp Valdimarsdóttir tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.

 

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

  1. 1.                 Fulltrúum Geislans boðið á fund

a.  Árný Huld Haraldsdóttir, formaður Ungmennfélagsins Geislans, mætti á fundinn og kynnti starfsemina með glærukynningu.

  • UMF. Geislinn mun halda upp á 70 ára afmæli sitt 17. júní
  • Hugmynd um sumarnámskeið kynnt, en stefnt er að því að halda frekar
  • Frjálsíþróttavöllur með innbyggðum fótboltavelli. Geislinn leggur til að stofnuð verði nefnd með viðkomandi fulltrúum til að vinnan haldi áfram.
  • Hugmynd Geislans um að búa til starf með Strandabyggð sem samanstendur af íþróttaþjálfun, íþróttakennslu og jafnvel framkvæmdarstjór HSS.
  • NÓRI bókhaldskerfi kynnt. Geislinn ætlar að taka upp þetta bókhaldskerfi og hefur áhuga á því að fá Strandabyggð með sér í það, enda liðki kerfið töluvert hvað varðar utanumhald iðkenda og greiðenda í fjölbreyttum þjónustuliðum.
  • Æfingar ganga vel og ágætlega gengur að manna þjálfun þó að margir þjálfarar sinni litlum starfshlutföllum og það getur haft ákveðna galla í för með sér.
  • Fólk er sífellt duglegra að koma til Geislans og óska eftir einhverju og er oftar en ekki hægt að bregðast við því.

 

b. TÍM nefnd leggur til að stofnaður verðu vinnuhópur um uppbyggingu íþróttavallar í Brandskjólum.

c. TÍM nefndin er spennt fyrir hugmyndinni að ráðningu íþróttakennara og hvetur Strandabyggð til að kanna þann möguleika. 

 

  1. 2.                 Störf vinnuhóps um samfelldan dag

Vinnuhópur um samfelldan dag hefur fundar fjórum sinnum. Sett hefur verið saman tilraunastundaskrá. Haldinn verður hugmyndafundur fyrir alla áhugasama fimmtudaginn 9. apríl.

 

  1. 3.                 Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Nefndin hvetur til að sveitarstjórn setji dagsetningu fyrir kynningarfund á innleiðingarferlinu Barnasáttmálans með UNICEF.

 

  1. 4.                 Styrktarsamningar

TÍM nefnd leggur til að settar verði reglur um styrki til félagasamtaka sem kveði á um að styrktar- og samstarfssamningur þurfi að vera ef styrktarupphæð er yfir ákveðinni upphæð.

 

  1. 5.                 Hörmungardagar 2015, samantekt

Lagt fram til kynningar.

 

  1. 6.                 Vinnuskóli Strandabyggðar 2015

TÍM nefndinni líst vel á nýtt skipulag Vinnuskóla.

 

  1. 7.                 Sumarnámskeið í Strandabyggð 2015

Lagt fram til kynningar.

 

  1. 8.                 Hamingjudagar 2015

Hugmyndir ræddar og skoðaðar

 

  1. 9.                 Kvennamynd í tilefni að 100 ára afmælis kosningarréttar kvenna

TÍM nefndin óskar eftir því að tekin verði hópmynd af öllum konum í sveitarfélaginu í tilefni af 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna, hún prentuð og hengd upp í Hnyðju. Kostnaður gæti orðið 50.000 kr.

 

  1. 10.            Önnur mál

TÍM nefndin fagnar því að dansinn hafi verið hluti af skólastarfinu í vetur.

 

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 23.15

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón