A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

11. fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps 4. apríl 2012

11. fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps var haldinn í Þróunarsetrinu á Höfðagötu 3 á Hólmavík þann 4. apríl 2012 kl. 14:00.

Mættir: Andrea Björnsdóttir (Reykhólahreppur), Bryndis Sveinsdóttir (Strandabyggð), Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir (Strandabyggð), Hrefna Þorvaldsdóttir (Árneshreppur), Jenný Jensdóttir (Kaldranaeshreppur).

Hildur Jakobína Gísladóttir félagsmálastjóri skrifaði fundargerð.


Mál á dagskrá:

1. Fundargerð 12. og 15. fundar verkefnahóps Bsvest um málefni fatlaðs fólk.
Bókun: Fundargerð samþykkt án athugasemda

2. Reglur um sérstakar húsaleigubætur lagðar fyrir til samþykkis.
Bókun: Reglur um sérstakar húsaleigubætur eru samþykktar.

3. Jafnréttisáætlun Stranda og Reykhólahrepps
Jafnréttisáætlun Stranda og Reykhólahrepps er nú tilbúinn og tekur til þeirra þátta sem fjallað er um í lögum um jafnrétti kynjanna.
Bókun: Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps samþykkir jafnréttisáætlunina og fagnar þeirri þróun, að jafnréttisáætlun sé komin fyrir þau fjögur sveitarfélög sem mynda félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps.

4. Trúnaðarmál
Bókun: Niðurstaða skv. bókun fundarins færð í trúnaðarbók.


5. Trúnaðarmál
Bókun: Niðurstaða skv. bókun fundarins færð í trúnaðarbók.
   

6. Trúnaðarmál
Bókun: Niðurstaða skv. bókun fundarins færð í trúnaðarbók.


Önnur mál:

Umfjöllun um ferðaþjónustu fatlaðra:

Lögum samkvæmt þurfa sveitarfélög að veita fötluðu fólki ferðaþjónustu sem þurfa að sækja þjónustu varðandi sína fötlun. Ráðuneytið hefur gefið út leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélag um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk skv. lögum nr. 59/1992, um málefni fatlaðs fólks, með síðari breytingum. Flestar félagsþjónustur eru með reglur um ferðaþjónustu og misjafnt er hvort tekið sé gjald fyrir það eða ekki. Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps mun þurfa að taka afstöðu til hvort tekið verður gjald fyrir slíka þjónustu í þeim sveitarfélögum sem mynda félagsþjónustuna. Verkefnahópur Bsvest vinnur að því að útbúa reglur um slíkt fyrir Vestfirði sem innan skamms munu verða tilbúnar. Á meðan þarf að meta hverja umsókn fyrir sig.


Stefnumótun málefna fatlaðs fólks:
Stefnumótun fatlaðs fólks á félagþjónustu svæði Stranda og Reykhólahrepps mun hefjast haustið 2012 eða eftir að stefnumótun í málefnum aldraðra sem er í vinnslu, er lokið.

 

Fundi slitið klukkan 15: 35

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón