6. fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps 30. ágúst 2011
Mættir; Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir(Strandabyggð), Hrefna Þorvaldsdóttir (Árneshreppur, í síma), Andrea Björnsdóttir (Reykhólahreppur), Rósmundur Númason (Strandabyggð), Jenný Jensdóttir (Kaldrananeshreppur). Hildur Jakobína Gísladóttir, félagsmálastjóri ritaði fundargerð.
Dagskrá fundar:
1. Reglur um félagslega heimaþjónustu og gjaldskrá
Bókun: Reglur um félagslega heimaþjónustu eru samþykktar og ákveðið gjald fyrir hana er eftirfarandi:
Einstaklingur undir 1.788.00 í tekjur Sambýlisfólk undir 2.922.000 í tekjur |
0 krónur |
Einstaklingur 1.788.00 - 2.324.000 í tekjur Sambýlisfólk undir 2.922.000 -3.798.00 |
365 kr/klst |
Einstaklingar á milli 2.324.001-3.021.000 Sambýlisfólk 3.798.001-4.938.000 |
664 kr/klst |
Einstaklingar yfir 3.021.000 - Sambýlisfólk yfir 4.938.000 |
974 kr/klst |
Félagsmálastjóri mun upplýsa notendur og starfsfólk um breytt fyrirkomulag í félagslegri heimaþjónustu og verklagsreglur varðandi vinnuskjöl sem mun þurfa að skila inn mánaðarlega.
2. Reglur um liðveislu
Bókun: Reglur um liðveislu eru samþykktar
3. Fundargerð 8. Fundar BSVest verkefnahóps um málefni fatlaðs fólks kynnt
Bókun: Engar athugasemdir gerðar við fundargerð.
4. Kynning á fjárhagsáætlun um málefni fatlaðs fólks hjá Byggðasamlaginu
Bókun : Engar athugasemdir gerðar við fjárhagsáætlun vegna Bsvest 2012.
5. Stuðningsfjölskyldu úttekt
Andrea Björnsdóttir víkur af fundi.
Bókun: Niðurstaða nefndarinnar færð í trúnaðarbók
6. Önnur mál:
a) Námskeið í foreldrafærni (PMT). Beiðni félagsmálastjóra um þáttöku sveitarfélaganna í kostnað i tengdu námskeiðinu sem er í 4 lotum.
Bókun: Velferðarnefnd tekur vel í erindið og telur mjög jákvætt að fá þjónustu í nærumhverfið. Beiðnin samþykkt einhljóða.
b) Afnám nafn umsækjanda um þjónustu sem synjað hefur verið þar sem það fellur ekki að viðeigandi reglum
Bókun: Velferðarnefnd tekur vel í erindi félagsmálastjóra og telur fyrirkomulagið ýta undir enn faglegri þjónustu og virðingu einstaklingsins í litlu samfélagi.
c) Hvatning tómstundafulltrúa um myndun forvarnarstefnu:
Bókun : Velferðarnefnd tekur vel í erindi tómstundafulltrúa Strandabyggðar felur félagsmálastjóra að kynna sér gerð forvarnastefna annarra sveitarfélaga.
Fundi slitið klukkan 15:24.