Um nokkur íslensk tónskáld
Við Íslendingar áttum ekki „alvöru“ tónskáld fyrr en í kringum árið 1900, þó að þá hafi tónskáld í Evrópu verið að semja tónlist í mörg hunduð ár. Hér er stutt umfjöllun um nokkur íslensk tónskáld og nokkur dæmi um þeirra tónverk.
Árni Thorsteinsson (1870-1962). Hann lærði lögfræði og ljósmyndun í Kaupmannahöfn í kringum árið 1890.
Samdi eingöngu sönglög en þau urðu mörg mjög vinsæl.
Kirkjuhvoll: https://www.youtube.com/watch?v=br77_43TgBc
Nótt: https://www.youtube.com/watch?v=qcq9mUCIPlE
Jón Leifs (1899-1968)
Fyrsta alvöru tónskáldið okkar. Var þekktur sem hljómsveitarstjóri um allan heim. Hann stjórnaði fyrstu sinfóníutónleikum á Íslandi árið 1926. Fyrst samdi hann lítil píanóverk sem voru byggð á íslenskum þjóðlögum en síðar samdi hann stór og mikil tónverk fyrir sinfóníuhljómsveitir. Hann var svolítið óvenjulegur karakter og vildi meira að segja verða kóngur yfir Íslandi!
Hljómsveitarverkið Hekla eftir Jón Leifs: https://www.youtube.com/watch?v=-AQ24wuylqI
Jórunn Viðar (1918-2017)
Lærði tónsmíðar í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Fyrsta íslenska kvikmyndatónskáldið (Síðasti bærinn í dalnum frá 1950). Hún útsetti mjög mikið af íslenskri þjóðlagatónlist og samdi einnig mikið af tónlist sem sótti efnivið sinn í íslensk þjóðlög.
Hljómsveitarverkið eldur: https://www.youtube.com/watch?v=r35_r1mfNdY
Langfrægasta tónverk Jórunnar í nútímalegum búningi: https://www.youtube.com/watch?v=f0_jUYi4gsE
Þorkell Sigurbjörnsson (1938-2013)
Lærði tónsmíðar í Bandaríkjunum. Samdi mjög mikið af tónlist og meira en nokkuð annað íslenskt tónskáld. Samdi til dæmis sinfóníur, konserta og óperur en er langþekktastur fyrir kórtónverkin sín.
Jökulljóð fyrir sinfóníuhljómsveit: https://www.youtube.com/watch?v=nd7D0Yw5Mx0
Heyr, himna smiður, flutt af enska sönghópnum VOCES8: https://www.youtube.com/watch?v=in8_u2pswdo
Atli Heimir Sveinsson (1938-2019)
Lærði tónsmíðar í Þýskalandi. Var þekktur fyrir frekar nútímaleg og "skrítin" tónverk en samdi líka sönglög sem nær allir Íslendingar þekkja, eins og til dæmis Kvæðið um fuglana ("Snert hörpu mína") og Afmælisdigtur ("Í Skólavörðuholtið hátt").
Afmælisdigtur: https://www.youtube.com/watch?v=aCWKtfDQj3I
Kvæðið um fuglana: https://www.youtube.com/watch?v=f52kvYsZu3A