A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Auglýsing um skipulagsmál í Strandabyggð

| 04. júní 2018

Auglýsing um óverulega breytingu á Aðalskipulagi Strandabyggðar 2010 - 2022

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti á fundi sínum 10. apríl  2018 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Strandabyggðar 2010 – 2022  samkvæmt 2. mgr.  36.  gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Um er að ræða óverulega breytingu á aðalskipulagi sem felur ekki í sér stórvægilegar breytingar á landnotkun.  Breytingarnar eru þær að annars vegar er nýr reitur, verslunar- og þjónustusvæði, skilgreindur fyrir lóðina að Hafnarbraut 17 sem áður tilheyrði reit fyrir íbúðarsvæði. Hins vegar er nýr reitur, athafnasvæði, skilgreindur fyrir lóðina að Fiskislóð 1 sem áður tilheyrði reit fyrir verslunar- og þjónustusvæði V2.

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.  Uppdráttur er sýnir breytinguna er til sýnis á skrifstofu Strandabyggðar, Höfðagötu 3 á Hólmavík og á heimasíðu Strandabyggðar,  sjá hér.

 

Hólmavík 28. maí 2018.

 

 

Gísli Gunnlaugsson

skipulags- og byggingarfulltrúi

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón