Sveitarstjórnarfundur Strandabyggðar nr. 1375, 8.04.2025
Sveitarstjórnarfundur 1375, haldinn í Hnyðju 08.04.2025
Fundur nr. 1375 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 8. apríl 2025 kl. 16:05 í Hnyðju, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar sátu fundinn: Þorgeir Pálsson, Grettir Örn Ásmundsson, Júlíana Ágústsdóttir, Matthías Sævar Lýðsson og Hlíf Hrólfsdóttir. Salbjörg Engilbertsdóttir ritaði fundargerð. Fundurinn var jafnframt tekinn upp í hljóðskrá.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
- KPMG, Skýrsla um stjórnsýsluskoðun hjá Strandabyggð vegna ársins 2024, 24.3.25
- Tilnefning fulltrúa og varafulltrúa Strandabyggðar í Héraðsnefnd Strandasýslu
- Skipurit Strandabyggðar, drög
- Innkaupareglur Strandabyggðar, uppfærðar
- Reglur um framlagningu viðauka
- Niðurfelling á reglum og samþykktum
- Staðfesting á beiðni um óformlegar sameiningarviðræður til Kaldrananeshrepps, Árneshrepps og Súðavíkurhrepps
- Þjónustu- og styrktarsamningar við félagasamtök í Strandabyggð
- Jarðhitaleit á Gálmaströnd
- Erindi til sveitarstjórnar, Sóknarnefnd Hólmavíkursóknar, 12.3.25
- Erindi til sveitarstjórnar, Hafdís Sturlaugsdóttir, 26.3.25
- Erindi Vilja fiskverkunar, vegna Sértæks aflamarks Byggðastofnunar á Hólmavík, 27.3.25
- Umræða um stöðu sjávarútvegs og vinnslu í Strandabyggð
- Erindi Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, 2.4.25
- Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands, fundargerð aukafundar, 19.3.25 ásamt nýjum samþykktum félagsins
- Fjórðungsþing Vestfjarða, tilnefning nýs fulltrúa í kjörnefnd Fjórðungsþings Vestfjarða, 20.3.25
- Fræðslunefnd, fundargerðir frá fundi 13.3.25 og 3.4.25
- Umhverfis- og skipulagsnefnd, fundargerð frá fundi 3.4.25
- Erindi frá fundi Umhverfis- og skipulagsnefndar, Merkjalýsing Broddanes
- Erindi frá fundi Umhverfis- og skipulagsnefndar, Breytt staðfang Víkurtúns 19-25
- Erindi frá fundi Umhverfis- og skipulagsnefndar, Breytt notkun húsnæðis að Höfðagötu 3b
- Erindi frá fundi Umhverfis- og skipulagsnefndar, Breytt staðfang Höfðagötu 3B
- Vinnuskýrsla sveitarstjóra
- Byggðasamlag Dalabyggðar, Reykhóla og Strandabyggðar um brunamál, fundargerð stjórnarfundar frá 24.3.25
- Hafnasamband Íslands, fundargerð 470. og 471. fundar stjórnar, 19.2.25 og 28.3.25
- Náttúrustofa Vestfjarða, fundargerð 153. stjórnarfundar, 28.3.25 ásamt ársreikningi
- Vestfjarðastofa og Fjórðungssamband Vestfirðinga, fundargerð 67. stjórnarfundar, 12.3.25
- Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerðir 964., 971., 972. fundar stjórnar, 7.2.25, 28.2.25, 11.3.25
Oddviti bauð alla velkomna og spurði hvort einhverjar athugasemdir væru við fundarboðun.
Engin athugasemd er gerð við fundarboðið.
Oddviti leitar afbrigðis við boðaða fundardagskrá sem er umsókn um leikskólavistun fyrir barn úr öðru sveitafélagi. Sveitarstjórn samþykkir afbrigðið samhljóða. Dagskrárliðurinn verður númer 29.
Þá var gengið til dagskrár:
1. KPMG, Skýrsla um stjórnsýsluskoðun hjá Strandabyggð vegna ársins 2024, 24.3.25
Oddviti rakti tilurð og innihald skýrslunnar. Skýrslan sýnir að staðan er góð og sveitarfélagið vinnur vel úr ábendingum KPMG. Orðið gefið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls og óskaði eftir að leggja fram eftirfarandi bókun A-lista:
„Við gerð stjórnsýsluskoðunar hefði verið æskilegt að fulltrúa minnihlutans hefði verið boðið að ræða við fulltrúa KPMG. Í athugasemd frá 2023 er tillaga um úrbætur varðandi birtingu gagna með fundargerðum: „Sveitarstjóri sjái til þess að samræmd verði birting gagna með fundargerðum og á vefnum og mælt er með að settar verði reglur um birtingu skjala.“ Miðað við birtingu síðustu fundargerðar og aðgengi að gögnum virðist vera farið á allan hátt í öfuga átt miðað við þessa ábendingu. Því leggja sveitarstjórnarmenn A-lista til að með birtingu fundargerðar sveitarstjórnarfundar sé hlekkur og aðgengi að öllum fundargögnum sem lögð voru fyrir fundinn, enda er það í samræmi við gagnsæi og aðgengi almennings að upplýsingum. Á heimasíðu sveitarfélagsins eru „Reglur um meðferð og birtingu skjala og fundargagna í Strandabyggð“ frá 13. apríl 2021. Starfsmaður KPMG hefur greinilega ekki verið upplýstur um að þessar reglur eru í gildi hjá Strandabyggð.“
Þorgeir Pálsson tók til máls.
Matthías Lýðsson tók til máls.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls.
2. Tilnefning fulltrúa og varafulltrúa Strandabyggðar í Héraðsnefnd Strandasýslu
Oddviti gerði grein fyrir stöðu mála varðandi slit nefndarinnar. Ljóst er að sveitarstjórn þarf að tilnefna kjörna fulltrúa í nýja stjórn Héraðnefndar og leggur Strandabandalagið til að Þorgeir Pálsson taki sæti í stjórn sem aðalmaður og Grettir Örn Ásmundsson verði varamaður. Oddviti kallaði eftir tilnefningu A lista. A-listi leggur til að Hlíf Hrólfsdóttir verði aðalmaður og Matthías Lýðsson varamaður.
Því næst kallaði oddviti eftir staðfestingu sveitarstjórnar með handauppréttingu. Samþykkt samhljóða.
3. Skipurit Strandabyggðar, drög
Oddviti gerði grein fyrir málinu og sagði að hér væri um drög að ræða, sem yrðu kláruð fyrir vorið.
Orðið gefið laust.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls.
Matthías Lýðsson tók til máls.
Þorgeir Pálsson tók til máls.
4. Innkaupareglur Strandabyggðar, uppfærðar
Oddviti sagði frá því að hér væri um að ræða aðlögun að breyttum viðmiðunarfjárhæðum skv. lögum um opinber innkaup, sem sveitarstjórn þarf að staðfesta.
Matthías Lýðsson óskaði eftir að leggja fram bókun fyrir hönd A-lista:
„Það eru ekki viðunandi vinnubrögð af hálfu sveitarstjóra að ekki komi fram í fundargögnum hvaða breytingar er lagt til að gera á innkaupareglunum. Í tillögu að innkaupareglunum er tekin út úr 12 grein krafa um verðfyrirspurn. Samt er fjallað um verðfyrirspurn í 14. og 15. grein. Það er mjög bagalegt að ekki eigi með skýrum hætti að hafa innkaupaferli sveitarfélagsins gagnsætt. Því komum við sveitarstjórnarmenn A-lista með viðaukatillögu.
Viðaukatillaga við 12 gr. innkaupareglna Strandabyggðar. Önnur málsgrein hljóði svo:
Við innkaup undir viðmiðunarfjárhæðum laga um opinber innkaup skal kaupandi ávallt gæta hagkvæmni og gera verðfyrirspurn eða annan samanburð með rafrænum aðferðum á meðal sem flestra fyrirtækja til dæmis á verði, gæðum og afhendingartíma.“
Þorgeir Pálsson tók til máls.
Oddviti leggur til að viðaukatillagan verði skoðuð betur og lagðar fram leiðréttar innkaupareglur til samþykktar á næsta fundi sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða.
5. Reglur um framlagningu viðauka
Oddviti bað skrifstofustjóra að fara yfir þessa breytingu og innihald þeirra. Skrifstofustjóri útskýrði reglurnar.
Matthías Lýðsson tók til máls og óskaði eftir að leggja fram eftirfarandi bókun A-lista:
„Sveitarstjórnarmenn A-lista benda á að virða þarf þær reglur um viðauka sem eru í gildi í Strandabyggð, sbr. athugasemdir í fyrri stjórnsýsluskoðunum.“
Þorgeir Pálson tók til máls og óskaði eftir að bókað yrði eftirfarandi: Punktar nr. 3 og 4 í reglunum eru að hans mati mótsagnarkenndar en í grunninn eru sveitarstjórnarmenn sammála.
Oddviti kallaði eftir staðfestingu fundarmanna á þessum nýju reglum. Samþykkt samhljóða.
6. Niðurfelling á reglum og samþykktum
Oddviti bað skrifstofustjóra að fara yfir efni máls. Skrifstofustjóri taldi upp reglur sem birtar eru á heimasíðu Strandabyggðar og eru úreltar. Skrifstofa óskar leyfis sveitarstjórnar að fella eftirfarandi reglur niður: Reglur um útleigu skólabíls frá 2011, reglur um skólaakstur frá 2012 og reglur um dagforeldra frá 2011 ásamt leiðbeiningum til dagforeldra.
Oddviti kallaði eftir staðfestingu sveitarstjórnar með handauppréttingu. Samþykkt samhljóða.
7. Staðfesting á beiðni um óformlegar sameiningarviðræður til Kaldrananeshrepps, Árneshrepps og Súðavíkurhrepps
Oddviti fór yfir aðdraganda þessa máls og sagði frá því að búið er að ræða við hlutaðeigandi oddvita og sveitarstjóra. Formlegt erindi fer nú í kjölfar þessa fundar.
Matthías tók til máls.
Þorgeir Pálsson tók til máls.
Oddviti kallaði eftir samþykki sveitarstjórnar með handauppréttingu. Samþykkt samhljóða.
8. Þjónustu- og styrktarsamningar við félagasamtök í Strandabyggð
Oddviti rakti eðli máls og bað skrifstofustjóra að fara yfir stöðuna. Skrifstofustjóri Salbjörg Engilbertsdóttir tók fram að um væri að ræða samninga við félagasamtök í Strandabyggð, þ.e. Leikfélag Hólmavíkur, Félag eldri borgara í Strandasýslu, Skíðafélag Strandamanna og Ungmennafélagið Geislann.
Þorgeir Pálsson tók til máls
Matthías Lýðsson tók til máls og óskaði eftir að leggja fram eftirfarandi bókun A-lista:
Þessir samningar sem hér eru lagðir fram, og ekki kemur fram í fundargögnum hvort þeir séu lagðir fram til kynningar eða samþykktar, eru væntanlega til staðfestingar á verklagi sem viðhaft hefur verið síðan fyrri samningar féllu úr gildi. Sveitarstjórnarmenn A-lista eru ekki mótfallnir því að þessir samningar séu gerðir, en kannast ekki við að samþykkt hafi verið af sveitarstjórn að gera slíka samninga. Stefna meirihluta sveitarstjórnar var að gera ekki styrktarsaminga, því kemur þetta undarlega fyrir sjónir.
- Nú þegar þessir samningar hafa verið gerðir er spurning hvort gera eigi fleiri samninga við frjáls félagasamtök, annað væri mismunun.
- Ákvæði í samningunum um að Strandabyggð slysatryggi iðkendur hluta þessarra félaga eru umhugsunarverð. Þar er einnig mismunun gagnvart annarri tómstunda-og íþróttaiðkun í Strandabyggð.
- Það er skrítið að samningarnir eru með mismunandi gildistíma og sumir ná fram á kjörtímabil næstu sveitarstjórnar.
- Ef að samþykkja á þessa samninga þá verður að fara yfir stafsetningu áður en til undirritunar og birtingar kemur.
Þorgeir Pálsson tók til máls
Matthías Lýðsson tók til máls
Skrifstofustjóri tók til máls
Oddviti leggur til að samningarnir verði staðfestir af sveitarstjórn. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.
Leikfélag Hólmavíkur
Félag eldri borgara
Skíðafélag Strandamanna
Ungmennafélagið Geislinn
9. Jarðhitaleit á Gálmaströnd
Oddviti rakti fyrri umræðu um jarðhitaleit, m.a. í tengslum við vinnu Strandanefndarinnar. Því næst gaf hann Matthíasi Sævari Lýðssyni orðið.
Matthías Sævar Lýðsson leggur fram eftirfarandi tillögu A-lista:
„A-listinn leggur til að Strandabyggð óski eftir viðræðum við Orkubú Vestfjarða um
sameiginlega styrkumsókn vegna jarðhitaleitar á Gálmaströnd.“
Þorgeir Pálsson tók til máls
Oddviti leggur til að sveitarstjóra verði falið að hafa samband við Orkubúi Vestfjarða vegna þessa máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.
10. Erindi til sveitarstjórnar, Sóknarnefnd Hólmavíkursóknar, 12.3.25
Oddviti rakti eðli máls sem er ósk um samstarf og auglýsingu eftir tónlistarkennara sem gæti tekið að sér starf organista og kórstjóra við Hólmavíkurkirkju. Oddviti gaf orðið laust.
Oddviti lagði til að erindið yrði samþykkt og kallaði eftir samþykki sveitarstjórnar með handauppréttingu. Samþykkt samhljóða.
11. Erindi til sveitarstjórnar, Hafdís Sturlaugsdóttir, 26.3.25
Oddviti rakti eðli máls og rakti einnig aðgerðir og áherslur sveitarstjórnar í málinu. Oddviti lagði til að sveitarstjóri myndi svara bréfritara efnislega og óska eftir að forstöðumaður eignasjóðs taki saman stöðu girðinga á svæðinu.
Oddviti gaf því næst orðið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls.
Lagt fram til samþykktar, samþykkt samhljóða.
12. Erindi Vilja fiskverkunar, vegna Sértæks aflamarks Byggðastofnunar á Hólmavík, 27.3.25
Oddviti rakti eðli máls og gaf því næst orðið laust.
Matthías Lýðsson tók til máls.
Matthías Lýðsson óskaði eftir að leggja fram eftirfarandi bókun A-lista:
„Sveitarstjórnarmenn A-lista þakka stjórnendum Vilja fiskverkunar fyrir bréfið og atorku þeirra og frumkvæði við eflingu atvinnulífs í Strandabyggð. Sveitarstjórnarmenn taka heilshugar undir mikilvægi þess að samningar við Byggðastofnun um sértækt aflamark verði ekki skertir á samningstímabilinu.“
Þorgeir Pálsson tók til máls.
Fulltrúar T-lista taka heilshugar undir bókunina.
Matthías Lýðsson tók til máls.
Bókunin er lögð fram til samþykktar og oddvita falið að koma bókuninni á framfæri. Samþykkt samhljóða
13. Umræða um stöðu sjávarútvegs- og vinnslu í Strandabyggð
Oddviti gaf Matthíasi Sævari Lýðssyni orðið sem fór yfir úttekt KPMG fyrir Samtök sjávarútvegsfyrirtækja og umræður um frumvarp til breytinga á veiðigjaldi.
Þorgeir Pálsson tók til máls.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls.
14. Erindi Eignarhaldsfélags Brunabótafélag Íslands, 2.4.25
Oddviti rakti lauslega eðli máls, þar sem bent er á styrktarsjóð á vegum eignarhaldsfélags Brunabótafélagsins og hvatti til að lögð yrði inn umsókn í nafni Strandabyggðar.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls og lagði til að sótt yrði um styrk vegna Lillaróló.
Grettir Ásmundsson tók til máls.
Matthías Lýðsson tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að koma þessu í framkvæmd og kynna á forstöðumannafundi.
15. Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands, fundargerð aukafundar, 19.3.25 ásamt nýjum samþykktum félagsins
Lagt fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
Fundargerð
Bréf varðandi nýjar samþykktir félagsins
16. Fjórðungsþing Vestfjarða, tilnefning nýs fulltrúa í kjörnefnd Fjórðungsþings Vestfjarða, 20.3.25
Oddviti rakti tilurð máls. Sveitarstjórn hafði áður tilnefnt Gretti Örn Ásmundsson sem fulltrúa Strandabyggðar og staðfestir sveitarstjórn þá skipan hér með.
Oddviti óskaði eftir handauppréttingu því til stuðnings. Samþykkt samhljóða.
17. Fræðslunefnd, fundargerðir frá fundi 13.3.25 og 3.4.25
Oddviti, sem formaður Fræðslunefndar, rakti efni þessara funda.
Orðið var síðan gefið laust. Fundargerðirnar að öðru leyti lagðar fram til kynningar.
Fundargerð 13.3.25
Fundargerð 3.4.25
18. Umhverfis- og skipulagsnefnd, fundargerð frá fundi 3.4.25
Oddviti gaf Matthíasi Sævari Lýðssyni orðið. Matthías fór yfir fundargerðina og leggur til varðandi lið nr. 1 sem er Aðalskipulag Strandabyggðar, deiliskipulag Brandsskjóla og Jakobínutúns að afgreiðslu verði frestað til auka-sveitarstjórnarfundar í apríl að undangengnum fundi vinnuhóps um aðalskipulag þar sem farið verði ítarlega yfir gögnin og ábendingar nefndarinnar.
Oddviti tók til máls og tók undir með formanni nefndarinnar.
Tillaga formanns er lögð fram til samþykktar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.
19. Erindi frá fundi Umhverfis- og skipulagsnefndar, Merkjalýsing Broddanes
Með vísan í tillögu nefndarinnar, lagði oddviti til að sveitarstjórn samþykki beiðnina.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.
20. Erindi frá fundi Umhverfis- og skipulagsnefndar, Breytt staðfang Víkurtúns 19-25
Þorgeir Pálsson tók til máls.
Grettir Ásmundsson tók til máls.
Með vísan í tillögu nefndarinnar sem er breyting staðfangs í Höfðatún 1-7, lagði oddviti til að sveitarstjórn samþykki beiðnina.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.
21. Erindi frá fundi Umhverfis- og skipulagsnefndar, Breytt notkun húsnæðis að Höfðagötu 3b
Nefndin leggur til að samþykkt verði breytt notkun hússins í safnastarfsemi.
Með vísan í tillögu nefndarinnar, lagði oddviti til að tillagan verði samþykkt. Samþykkt samhljóða.
22. Erindi frá fundi Umhverfis- og skipulagsnefndar, Breytt staðfang Höfðagötu 3B
Grettir Ásmundsson tók til máls.
Þorgeir Pálsson tók til máls.
Með vísan í tillögu nefndarinnar um að samþykkja breytingu á skráningu Höfðagötu 3b sem er gamla sláturhúsið, í Norðurfjöru 1, lagði oddviti til að sveitarstjórn samþykki tillöguna.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.
23. Vinnuskýrsla sveitarstjóra
Oddviti gaf orðið laust.
Matthías Lýðsson tók til máls og óskaði eftir að leggja fram eftirfarandi bókun A-lista:
„Á síðasta fundi sveitarstjórnar voru samþykktar samhljóða tvær tillögur sem A-listi lagði fram. Það er í verkahring sveitarstjóra að framfylgja því sem samþykkt er á sveitarstjórnarfundi. Eftir eftirgangsmuni sendi sveitarstjóri þær tillögur sem samþykktar voru á tvo starfsmenn ráðuneyta og einn þingmann, eftir 10 daga frá sveitarstjórnarfundi. Í tillögunum kom fram á hverja var skorað og þeir áttu þá að fá tillögurnar. Það var ekki gert en sveitarstjóri sagði í pósti „Ég taldi hins vegar rétt að skoða orðalagið í ljósi samtals við sérfræðings hjá ráðuneytinu. Ég er nefnilega líka í vinnu við slíkt mat.“ Það er alveg skýrt að tillögur sem samþykktar eru á sveitarstjórnarfundi á ekki að endurskoða heldur senda eins og þær voru samþykktar.“
Þorgeir Pálsson tók til máls.
Að öðru leiti er skýrslan lögð fram til kynningar
Oddviti rakti efni fundarins og gaf því næst orðið laust. Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls.
Þorgeir Pálsson tók til máls.
25. Hafnasamband Íslands, fundargerð 470. og 471. fundar stjórnar, 19.2.25 og 28.3.25
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
Fundargerð 470. fundar
Fundargerð 471. fundar
26. Náttúrustofa Vestfjarða, fundargerð 153. stjórnarfundar, 28.3.25 ásamt ársreikningi
Oddviti kallaði eftir afstöðu sveitarstjórnar til áframhaldandi aðildar Strandabyggðar að Náttúrustofu Vestfjarða og niðurstaða kynnt á næsta fundi.
Matthías Lýðsson tók til máls.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls.
Þorgeir Pálsson tók til máls.
Ársreikningur NAVE
27. Vestfjarðastofa og Fjórðungssamband Vestfirðinga, fundargerð 67. stjórnarfundar, 12.3.25
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar. Engin tók til máls.
28. Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerðir 964., 971., 972. fundar stjórnar, 7.2.25, 28.2.25, 11.3.25
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar. Enginn tók til máls.
Fundargerð 964. fundar
Fundargerð 971. fundar
Fundargerð 972. fundar
29. Umsókn um leikskólavistun barns utan lögheimilssveitarfélags
Um er að ræða umsókn um vistun barns frá Kaldrananeshreppi í leikskólanum Lækjarbrekku skólaárið 2024-2025.
Oddviti leggur til að tekið verði jákvætt í erindið en um leið kannað með tímaramma umsóknar. Skrifstofustjóra falið að kanna málið frekar og staðfesta samkomulagið. Samþykkt samhljóða af sveitarstjórn.
Fleira ekki fyrirtekið, fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 18:44
Hljóðskrá fundarins má finna hér http://www.strandabyggd.is/stjornsysla/tilkynningar/skra/4618/
Mælt er með að vista skrána til að hlusta