Auglýst eftir tilboðum í slátt og hirðingu á opnum svæðum á Hólmavík
| 29. mars 2012
Sveitarfélagið Strandabyggð óskar eftir tilboðum í slátt og hirðingu á opnum svæðum á Hólmavík. Um er að ræða svæði með mismunandi þjónustustig eins og fram kemur í útboðsgögnum. Verksamningur verður gerður við verktaka og gildir hann í þrjú ár, fyrir árin 2012 til 2014. Sveitarfélagið Strandabyggð áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Útboðsgögn eru fáanleg á skrifstofu Strandabyggðar. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 16. apríl 2012. Skila þarf tilboðum á skrifstofu sveitarfélagsins að Höfðagötu 3, 510 Hólmavík eða í netfangið verk@holmavik.is Nánari upplýsingar gefur Sigurður Marinó Þorvaldsson verkstjóri Áhaldahúss Strandabyggðar, 894-4806.
Útboðsgögn:
Útboðsgögn:
- Samantekt á sláttursvæðum
- Útboð á slætti magnskrá
- Sláttur - yfirlitskort