Boð um þátttöku í alþjóðlegri listsýningu
Afrit af bréfi sem barst tómstundafulltrúa:
Þetta bréf er skrifað í þeim tilgangi að bjóða listamönnum að taka þátt í spennandi verkefni sem er bæði skemmtilegt og getur opnað dyr að alþjóðaheimi listaunnenda og safnara.
Hvatamaður og styrktaraðilli verkefnisins er Luciano Benetton, formaður Fondazione Benetton Studi e Ricerche (Menningar og rannsóknarsjóður Benetton) í Treviso og eigandi Benetton vörumerkisins.
Markmið verkefnisins er að safna saman 144 listaverkum frá hverju landi sem saman mynda „heimsmynd“ eða Imago Mundi sem er latneska heiti verkefnisins.
Nú er íslenskum listamönnum, bæði þekktum og óþekktum, atvinnu og frístundamálurum (eða þeim sem vinna með annað efni), boðið að taka þátt í verkefninu. Gert er ráð fyrir að eitt verk komi frá hverjum listamanni sem tekur þátt í verkefninu og þurfa listaverkin að vera að stærðinni 10 x 12 cm.
Strigann fær listamaðurinn hjá undirrituðum. Strigann má nota hvort sem er langsum eða þversum en listamaðurinn hefur að öðru leyti frjálsar hendur með verk sitt (val á efni, vídd og efnivið).
Menningar- og rannsóknarsjóðurinn sér um að setja upp hinar ýmsu sýningar, gefur út veglegar sýningarskrár og greinar um safn hans birtist reglulega í hinum ýmsu dagblöðum og tímaritum.
Fyrir hönd Luciano Benetton leitum við að íslenskum listamönnum sem hafa áhuga á að vera með í þessu verkefni og vera hluti af listaverkasafni hans.
Verkin munu verða sýnd í tengslum við Feneyjartvíæringin í tvo mánuði, frá ágúst 2013 (þáttöku Íslands í sýningunni hefur verið frestað en vonumst við til að vera með í næsta skipti) (sýningarstaður er Fondazione Querini Stampalia (www.querinistampalia.it). Einnig munu verkin verða sýnd á öðrum sýningum og/eða kynningum.
Verkin, ásamt mjög stuttu æviágripi um listamanninn, fara öll í veglega safnaskrá (bæði fram og bakhlið) sem er afhend hverjum listamanni til eignar. Ekki er greitt að öðru leyti sérstaklega fyrir verkin. Verkunum ásamt útprentuðum upplýsingum (stuttum) skal skila til undirritaða.
Við trúum því að verkefnið sé bæði áhugavert og gagnleg og biðjum áhugasama um að hafa samband við okkur.
Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur og er nú út ágúst.
Með von um jákvæð viðbrögð/ Bestu kveðjur,
Rakel Rós Ólafsdóttir, rakelrosolafs@gmail.com, gsm: 6906126
Maurizio Tani, mauriziotani@yahoo.it, gsm 6967027