A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Grunnskólinn á Hólmavík, staða mála í uppbyggingu og viðgerðum

Þorgeir Pálsson | 10. ágúst 2023
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Það styttist í að nýtt skólaár grunnskólans hefjist.  Eins og sjálfsagt allir vita, hafa staðið yfir viðgerðir og endurbætur vegna myglu sem kom upp seint á síðasta ári.  Staðan í þeim málum er nú eftirfarandi:


Hitalagnir, flotun og dúklagning:

  • Búið er að leggja hitalagnir í öll gólf í yngri hluta skólans
  • Verið er að ganga frá tengingu stofnlagna við hitakerfi skólans og er gert ráð fyrir að það klárist í þessari viku
  • Eftir er að flota yfir lagnir að hluta til á efri hæð og kjallara í yngri hluta skólans.  Stefnt er að ví að flotun fari fram í næstu viku
  • Framundan er undirbúningur dúklagningar. Velja þarf dúk og ráða verktaka og verður gerð verðfyrirspurn meðal verktaka á svæðinu hvað dúklagninguna varðar á næstunni.

Frágangur á dreni:

  • Ekki barst tilboð í þennan verklátt.  Verður því leitað að verktaka eins og þarf.

Málun innanhúss:

  • Ekki barst tilboð í þennan verkþátt.  Verður því leitað að verktaka eins og þarf.
  • Vitað er að hópur heimamanna er tilbúinn að taka þetta verkefni að sér, undir stjórn fagaðila, ef ekki rætist úr.

Gluggar og hurðir:

  • Samið var við Valgeir Örn Kristjánsson um þennan verkþátt.  Gera þurfti nokkrar breytingar frá verklýsingu.  Verkefnið er í farvegi

Innanstokksmunir:

  • Skólastjóri og Kjartan Arnarson, arkitekt, hafa skoðað mögulega uppsetningu og nýtingu á plássi.  Skólastjóri og kennarar hafa komið með tillögur.  Búið er að skoða heimasíður m.t.t. kaupa á borðum, stólum ofl.  Þessi verkþáttur er í ferli.

Annað:

  • Tölvukerfi (netkerfi).  Starfsmenn Strandabyggðar munu koma að þessum verkþætti ásamt fagaðilum meðal núverandi þjónustuaðila
  • Brunakerfi.  Starfsmenn Strandabyggðar munu koma að þessum verkþætti ásamt núverandi þjónustuaíal, sem er Securitas
  • Hljóðeingangrun í loft.  Unnið er að undirbúning þessa verkþáttar
  • Hurðir í kennslurými.  Unnið er að undirbúningi þessa verkþáttar.
Færanlega skólastofan er komin á sinn stað og búið er að leggja lagnir að henni.  Hún ætti því að vera tilbúin til notkunar þegar í haust. Unnið er að því að standsetja tvö herbergi í eldri hluta skólans, en þar er gert ráð fyrir aðstöðu skólastjóra og kennara.  Er það gert í samráði við EFLU.

Starfsmenn Vinnuskólans fóru yfir skólalóðina og snyrtu þar talsvert, þannig að aðkoman ætti að vera góð í haust þegar skólahald hefst.

EFLA framkvæmdi aðra sýnatöku í sumar og komu öll þau sýni vel út nema eitt.  það sýni var tekið á þeim stað þar sem vitað var um leka frá þakkanti og síðar ónýtum lögnum í vegg.  Var sá hluti brotinn upp eftir þessa sýnatöku og þurrkaður.  Í raun hefur öll byggingin verið í þurrkun frá því framkvæmdir hófust, enda sýna þessi nýju sýni það. 

Þetta er því allt í rétta átt og vonandi verður hægt að taka allan yngri hlutann í notkun fljótlega í haust. 

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Oddviti

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón