Landsskipulagsstefna 2015-2026
Salbjörg Engilbertsdóttir | 12. janúar 2015
Skipulagsstofnun kynnir auglýsta tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026, en haldnir verða opnir fundir á eftirtöldum stöðum:
- Ísafirði 14. janúar kl. 12.30-14.30 í Háskólasetrinu
- Borgarnesi 19. janúar kl. 15-17 í Landnámssetrinu
- Akureyri 21. janúar kl. 15-17 á Hótel Kea
- Blönduós 22. janúar kl. 13-15 í Eyvindarstofu
- Egilsstöðum 27. janúar kl. 15-17 á Hótel Héraði
- Selfossi 28. janúar kl 15-17 á Hótel Selfossi
- Reykjavík 29. janúar kl. 15-17 á Nauthóli. Fundurinn verður sendur út í gegnum heimasíðu Skipulagsstofnunar.
Á fundinum verður tillagan kynnt auk þess sem að fjallað verður sérstaklega um framfylgd landsskipulagsstefnu í skipulagsgerð sveitarfélaga svo sem við endurskoðun aðalskipulags.
Tillöguna, ásamt umhverfismati og fylgiskjali, Skipulagsmál á Íslandi 2014 – lykilmælikvarðar og fyrirliggjandi áætlanir, má nálgast á www.landsskipulag.is og www.skipulagsstofnun.is, en frestur til að skila athugasemdum er til 13. febrúar 2015.