Lúxusvandi í Strandabyggð: Vantar bæði húsnæði og leikskólapláss
| 25. janúar 2011
Sveitarfélagið Strandabyggð stendur frammi fyrir þeim lúxusvanda að hér vantar bæði húsnæði og fleiri leikskólapláss. Þessa dagana er verið að standsetja íbúð í gamla skrifstofuhúsnæði sveitarfélagsins að Hafnarbraut 19 sem fer í útleigu um helgina. Á sveitarstjórnarfundi þann 12. janúar s.l. var samþykkt erindi frá fasteignafélaginu Hornsteinum um viðræður við sveitarfélagið um mögulega aðkomu þess að byggingu íbúðarhúsnæðis á Hólmavík.
Vegna plássleysis í leikskólanum Lækjarbrekku fékk starfsfólk skólans þá góðu hugmynd að fjárfesta í borðum sem hægt er að fella upp að vegg þegar þau eru ekki í notkun. Með borðunum skapast aukið leikrými á Dvergakoti þar sem yngstu íbúar Strandabyggðar una sér í leik og starfi.