Ráðning Tómstundafulltrúa Strandabyggðar
Heiðrún Harðardóttir | 14. október 2024
Gengið hefur verið frá ráðningu Andra Freys Arnarssonar sem Tómstundafulltrúi Strandabyggðar til eins árs. Hann mun einnig sjá um húsvörslu Félagsheimilisins og mun bjóða upp á tónlistarnámskeið. Hann mun hefja störf nú þegar.
Andri Freyr hefur mikla reynslu af því að vinna með börnum og unglingum, sem leiðbeinandi í leikskóla og á frístundaheimilum, hann hefur hlotið réttindi frá Knattspyrnuþjálfaraskóla KSÍ og þjálfað börn, unglinga og ungmenna í knattspyrnu. Einnig hefur hann unnið ýmis fjölbreytt verkefni á sviði tónlistar, kvikmynda og viðburðahalds.
Við bjóðum Andra Frey velkominn til starfa hjá Strandabyggð og hlökkum til samstarfsins.
Andri Freyr hefur mikla reynslu af því að vinna með börnum og unglingum, sem leiðbeinandi í leikskóla og á frístundaheimilum, hann hefur hlotið réttindi frá Knattspyrnuþjálfaraskóla KSÍ og þjálfað börn, unglinga og ungmenna í knattspyrnu. Einnig hefur hann unnið ýmis fjölbreytt verkefni á sviði tónlistar, kvikmynda og viðburðahalds.
Við bjóðum Andra Frey velkominn til starfa hjá Strandabyggð og hlökkum til samstarfsins.