A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Starf hjá Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps

| 12. maí 2022

Ráðgjafi óskast í 40% starf

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps auglýsir eftir ráðgjafa í 40% framtíðarstarf frá 1. Júní 2022. Næsti yfirmaður er félagsmálastjóri.

Meginverkefni:

  • Að vinna að stofnun atvinnuúrræðis fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu á félagsþjónustusvæðinu.
  • Ráðgjöf í málefnum fatlaðs fólks.
  • Ráðgjöf í málefnum aldraðra.
  • Yfirumsjón með málefnum flóttamanna.

 

Menntunar og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi svo sem iðjuþjálfun, félagsráðgjöf eða þroskaþjálfun.
  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur.
  • Góð enskukunnátta æskileg.
  • Gott vald á íslenskri tungu.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Góð alhliða tölvukunnátta.
  • Hreint sakavottorð skilyrði í samræmi við lög og reglur félagsþjónustunnar.

 

Umsóknarfrestur er til og með 23. maí 2022

Laun eru samkvæmt kjarasamningi samband íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Soffía Guðmundsdóttir, félagsmálastjóri Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps í síma 451-3510 eða felagsmalastjori@strandabyggd.is.

Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á tölvupóstfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá um fyrri störf og menntun ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón