Þjóðtrú, náttúra og fornleifafræði
Salbjörg Engilbertsdóttir | 02. október 2017
Í tilefni Menningarminjadaganna leiðir Einar Ísaksson minjavörður Vestfjarða göngu frá gamla bænum á Broddadalsá út á Stiga að leiði Brodda. Farið verður yfir sögusagnirnar um Brodda og tilgátur um tilurð og val (meints) fornaldar legstæðis út frá fornleifafræðilegu sjónarmiði. Gangan hefst kl. 13:00, 8. október og tekur um 45 mínutur hvora leið. Seinasti spölurinn er stórgrýttur svo gott að vera vel búin fyrir gönguna.