Tiltekt á Tanganum
Þorgeir Pálsson | 17. október 2024
Kæru íbúar Strandabyggðar,
Það hefur legið fyrir lengi að taka til á Tanganum. Samráð hefur verið haft við eigendur gáma á Tanganum um þá tiltekt sem sveitarfélagið ætlar sér í á svæðinu og búið að kynna þessi áform áður á heimasíðu sveitarfélagsins.
Nú er komið að upphafi þessarar tiltektar og eru því komnir tveir tómir gámar á svæðið. Annar er ætlaður fyrir járn og hinn fyrir allt annað. Spilliefni þarf þó að meðhöndla sérstaklega og eru eigendur hvattir til að leita ráða hjá starfsmönnum Sorpsamlagsins. Eins þarf að huga vel að förgun innihalds einhverra gáma og er gott samráð við sveitarfélagið og jafnvel Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða æskilegt.
Hvað fluting á gámunum sjálfum varðar, eru eigendur þeirra hvattir til að hafa samband við starfsmenn Sorpsamlagsins. Heilir gámar verða fluttir á gámasvæðið í Skothúsvík en ónýtum gámum þarf að farga.
Sveitarfélagið er tilbúið að aðstoða eigendur þessara gáma eins og þarf og við köllum eftir góðri samvinnu um þetta mikilvæga verkefni. Eigendur gáma bera kostnað af flutning þeirra.
Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti
Það hefur legið fyrir lengi að taka til á Tanganum. Samráð hefur verið haft við eigendur gáma á Tanganum um þá tiltekt sem sveitarfélagið ætlar sér í á svæðinu og búið að kynna þessi áform áður á heimasíðu sveitarfélagsins.
Nú er komið að upphafi þessarar tiltektar og eru því komnir tveir tómir gámar á svæðið. Annar er ætlaður fyrir járn og hinn fyrir allt annað. Spilliefni þarf þó að meðhöndla sérstaklega og eru eigendur hvattir til að leita ráða hjá starfsmönnum Sorpsamlagsins. Eins þarf að huga vel að förgun innihalds einhverra gáma og er gott samráð við sveitarfélagið og jafnvel Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða æskilegt.
Hvað fluting á gámunum sjálfum varðar, eru eigendur þeirra hvattir til að hafa samband við starfsmenn Sorpsamlagsins. Heilir gámar verða fluttir á gámasvæðið í Skothúsvík en ónýtum gámum þarf að farga.
Sveitarfélagið er tilbúið að aðstoða eigendur þessara gáma eins og þarf og við köllum eftir góðri samvinnu um þetta mikilvæga verkefni. Eigendur gáma bera kostnað af flutning þeirra.
Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti