Úrslit í Hrekkjavökulistakeppni Frístundar 2021
Í október 2021 hélt Frístundin í Grunnskólanum á Hólmavík listakeppni með hrekkjavökuþema. Um var að ræða þrjá aldurshópa: 1.-3. bekk, 4.-6. bekk og 7.-10. bekk. Einnig var haldin sérstök keppni fyrir fullorðna. Þökk sé einstöku gjafmildi fyrirtækja og einstaklinga gátum við boðið upp á mjög spennandi verðlaun og börnin voru öll mjög spennt að taka þátt og eiga mögulega á svo glæsilegum verðlaunum. Í ár var metþátttaka í keppninni (mjög líklega vegna frábærs stuðnings og hvatningu frá hinum frábæra listakennara Grunnskólans) og við sáum mikinn frumleika, sköpunargleði og góða samsetningarhæfileika. Það er óhætt að segja að skólasamfélagið okkar er mjög ríkt af hæfileikaríku fólki, frá þeim yngstu til hinna elstu!
Það voru í boði þrenn verðlaun fyrir hvern aldursflokk (tvenn fyrir fullorðna) og við viljum taka það fram að við áttum töluvert erfitt með að velja vinningshafa. Allir sem tóku þátt eru sannarlega sigurvegarar.
Verðlaunahafarnir eru eftirfarandi - og myndirnar þeirra sjást hér hægra megin.
Frístundin vill sérstaklega þakka Café Riis, Strandagaldri, Írisi Björgu, Ásdísi Bragadóttur, Bjarnþóru Maríu Pálsdóttur og Gámaþjónustu Hólmavíkur fyrir að gefa frábæra vinninga og aðstoða okkur við að framkvæma þennan spennandi atburð fyrir börnin okkar.
Á næsta ári vonumst við til að geta bætt við flokki leikskólabarna!
Verðlaun í listakeppni Hrekkjavöku 2021
1.-3. Bekkur
1. Guðrún Ösp
Gjafabréf fyrir 16" pizzu frá Café Riis
Gjafabréf fyrir heitt súkkulaði fyrir tvo frá Galdrasýningu á Ströndum
Ullarvettlingar frá Írisi Björgu Guðbjartsdóttur
2. Sunna Miriam
Gjafabréf fyrir 16" pizzu frá Café Riis
Galdrastafur frá Galdrasýningu á Ströndum
3. Halldór Logi
Gjafabréf fyrir 16" pizzu frá Café Riis
Krípí-krúttlegur draugur frá Ásdísi Bragadóttur
4.-6. Bekkur
1. Birna Dröfn
Gjafabréf fyrir 16" pizzu frá Café Riis
Gjafabréf fyrir heitt súkkulaði fyrir tvo frá Galdrasýningu á Ströndum
Ullarvettlingar frá Írisi Björgu Guðbjartsdóttur
2. Kormákur Elí
Gjafabréf fyrir 16" pizzu frá Café Riis
Galdrastafur frá Galdrasýningu á Ströndum
3. Amira Linda
Gjafabréf fyrir 16" pizzu frá Café Riis
Krípí-kruttleg vampíra frá Ásdísi Bragadóttur
7.-10. Bekkur
1. Þórey Dögg
Gjafabréf fyrir 16" pizzu frá Café Riis
Gjafabréf fyrir heitt súkkulaði fyrir tvo frá Galdrasýningu á Ströndum
Ullarvettlingar frá Írisi Björgu Guðbjartsdóttur
2. Unnur Erna
Gjafabréf fyrir 16" pizzu frá Café Riis
Galdrastafur frá Galdrasýningu á Ströndum
3. Stefán Þór
Gjafabréf fyrir 16" pizzu frá Café Riis
Krípí-kruttleg beinagrind frá Ásdísi Bragadóttur
Aukaverðlaun 1: Ólöf Katrín
Ökuskóli 1 og 2 fyrir némanda í 10. bekk frá Bjarnþóru Maríu Pálsdóttur
Aukaverðlaun 2: Ómar Elías
Krúttlegur bangsi frá Ásdísi Bragadóttur
Fullorðinskeppni
1. Hjördís Inga Hjörleifsdóttir
Gjafabréf fyrir 7.500kr á Café Riis frá Gámaþjónustu Hólmavíkur
2. Heiðrún Helga Hjörleifsdóttir
Gjafabréf fyrir 7.500kr á Café Riis frá Gámaþjónustu Hólmavíkur