Sveitarstjórn Strandabyggðar 1205 - 12. febrúar 2013
Dagskrá fundar var eftirfarandi:
1. Þriggja ára áætlun, fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Strandabyggðar fyrir árin 2014 - 2016, seinni umræða
2. Ársskýrsla tómstundarfulltrúa, dagsett 08/01/2013
3. Tillaga að hlutfallsskiptingu kostnaðar milli sveitarfélaga í tengslum við BSS og Byggðasögu Stranda, dagsett 23/01/2013
4. Erindi frá Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd varðandi Sauðfjársetur á Ströndum ses og beiðni þess um samning um rekstrarstyrk til þriggja ára, dagsett 15/01/2013
5. Erindi frá Jóni Jónssyni um hringtengingu ljósleiðara á Vestjörðum, dagsett 08/02/2013
6. Erindi frá Héraðsnefnd Strandasýslu varðandi málefni Héraðsbókasafns Strandasýslu, dagsett 08/02/2013
7. Erindi frá Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps, kostnaðarskipting vegna Iðju, dagsett 07/02/2013
8. Erindi frá Halldóri S. Halldórssyni vegna grenjaleitar í landi Hrófbergs og Víðivalla, dagsett 15/01/2013
9. Tillaga að samþykktum fyrir Náttúrustofu Vestjarða, dagsett 01/02/2013
10. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 25/01/2013
11. Fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfjarða frá 26/11/2012
12. Fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfjarða frá 07/01/2013
13. Fundargerð stjórnar Byggðarsamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks frá 26/11/2012
14. Fundargerð stjórnar Byggðarsamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks frá 12/12/2012
15. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 15/01/2013
16. Fundargerð Fræðslunefndar frá 18/12/2012
Þá var gengið til dagskrár.
1. Þriggja ára áætlun, fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Strandabyggðar fyrir árin 2014 - 2016, seinni umræða
Þriggja ára áætlun lögð fram, rædd og samþykkt samhljóða.
2. Ársskýrsla tómstundarfulltrúa, dagsett 08/01/2013
Árskýrsla tómstundafulltrúa lögð fram til kynningar og tómstundafulltrúa þökkuð skýrslan.
3. Tillaga að hlutfallsskiptingu kostnaðar milli sveitarfélaga í tengslum við BSS og Byggðasögu Stranda, dagsett 23/01/2013
Jón Gísli Jónsson og Jón Jónsson víkja af fundi og inn koma varamennirnir Ingibjörg Benediktsdóttir og Þorsteinn Newton.
Tillaga að skuldauppgjöri lögð fram til kynningar og samþykkt samhljóða.
4. Erindi frá Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd varðandi Sauðfjársetur á Ströndum ses og beiðni þess um samning um rekstrarstyrk til þriggja ára, dagsett 15/01/2013
Erindið var tekið til umfjöllunar og ákveðið að styrkja Sauðfjársetrið um 600.000 kr á ári til þriggja ára.
Jón Gísli Jónsson og Jón Jónsson koma aftur á fund og varamennirnir Ingibjörg Benediktsdóttir og Þorsteinn Newton víkja af fundi.
5. Erindi frá Jóni Jónssyni um hringtengingu ljósleiðara á Vestjörðum, dagsett 08/02/2013
Sveitarstjórn samþykkir að senda frá sér ályktun um hringtengingu ljósleiðara um Vestfirði og óska eftir fundi með innanríkisráðherra um málið.
6. Erindi frá Héraðsnefnd Strandasýslu varðandi málefni Héraðsbókasafns Strandasýslu, dagsett 08/02/2013
Sveitarstjórn samþykkir erindið um og samþykkir að hafa samband við Árneshrepp og Kaldrananeshrepp vegna málefna Héraðsbókasafns Strandasýslu.
7. Erindi frá Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps, kostnaðarskipting vegna Iðju, dagsett 07/02/2013
Erindið er lagt fyrir og samþykkt samhljóða.
8. Erindi frá Halldóri S. Halldórssyni vegna grenjaleitar í landi Hrófbergs og Víðivalla, dagsett 15/01/2013
Erindið var tekið fyrir og því var hafnað.
9. Tillaga að samþykktum fyrir Náttúrustofu Vestjarða, dagsett 01/02/2013
Erindið var tekið fyrir og var það samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra er falið að skrifa undir samþykktir Náttúrustofu Vestfjarða.
10. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 25/01/2013
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
11. Fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfjarða frá 26/11/2012
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
12. Fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfjarða frá 07/01/2013
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
13. Fundargerð stjórnar Byggðarsamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks frá 26/11/2012
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
14. Fundargerð stjórnar Byggðarsamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks frá 12/12/2012
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
15. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 15/01/2013
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
16. Fundargerð Fræðslunefndar frá 18/12/2012
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 18:05.
Jón Gísli Jónsson
Jón Jónsson
Ásta Þórisdóttir
Bryndís Sveinsdóttir
Viðar Guðmundsson
12. febrúar 2013
Andrea Kristín Jónsdóttir
sveitarstjóri Strandabyggðar