Sveitarstjórn Strandabyggðar 1218 - 11. febrúar 2014
Fundur nr. 1218 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 11. febrúar 2014 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson oddviti sveitarstjórnar, bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Einnig sátu fundinn Jón Jónsson, Ásta Þórisdóttir, Viðar Guðmundsson og Bryndís Sveinsdóttir. Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð.
Jón Gísli oddviti leitar afbrigða við dagskrá og leggur til að eftirfarandi dagskrárliðum verði bætt við dagskrána:
Liður 12 verði erindi frá Guðbjörgu Ásu Jónsd. Huldudóttur og Hafdísi Gunnarsdóttur, umsókn um styrk vegna dansæfinga, dagsett 10/02/2014
Liður 13 verði erindi frá Huldu Ingibjörgu Rafnarsdóttur, skólastjóra grunnskólans, styrkbeiðni vegna námsferða nemenda unglingastigs, dagsett 10/02/2014
Fundardagskrá er svohljóðandi:
- Drög að nýrri samþykkt um stjórn og fundarsköp Strandabyggðar – síðari umræða
- Drög að nýrri gjaldskrá fyrir afgreiðslu og þjónustu vegna skipulags- og byggingarmála og tengigjald vatnsveitu í Strandabyggð, til birtingar í B – deild Stjórnartíðinda
- Erindi frá EFS, ósk um upplýsingar um fjármálastjórn sveitarfélaga, 23/10/2013
- Erindi frá NKG – Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda – ósk um styrk, 20/01/2014
- Fundargerð BsVest frá 21/01/2014
- Fundargerð Velferðarnefndar frá 28/11/2013
- Fundargerð Velferðarnefndar frá 28/01/2014
- Fundargerð Fræðslunefndar frá 21/01/2014
- Fundargerð Fræðslunefndar frá 30/01/2014
- Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 06/02/2014
- Fundargerð Ungmennaráðs frá 03/02/2014
Þá var gengið til dagskrár.
- Drög að nýrri samþykkt um stjórn og fundarsköp Strandabyggðar – síðari umræða
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir framlögð drög með gerðum breytingum og leggur til að samþykktirnar verði sendar ráðuneytinu til samþykktar. - Drög að nýrri gjaldskrá fyrir afgreiðslu og þjónustu vegna skipulags- og byggingarmála og tengigjald vatnsveitu í Strandabyggð, til birtingar í B – deild Stjórnartíðinda
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir breytingar á gjaldskrá fyrir afgreiðslu og þjónustu vegna skipulags- og byggingarmála og tengigjald vatnsveitu í Strandabyggð. - Erindi frá EFS, ósk um upplýsingar um fjármálastjórn sveitarfélaga, 23/10/2013
Svarbréf til EFS lagt fram til kynningar. - Erindi frá NKG – Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda – ósk um styrk, 20/01/2014
Sveitarstjórn Strandabyggðar hafnar erindinu. - Fundargerð BsVest frá 21/01/2014
Fundargerð Byggðasamlags Vestfjarða lögð fram til kynningar. - Fundargerð Velferðarnefndar frá 28/11/2013
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir fundargerð Velferðarnefndar frá 28/11/2013. - Fundargerð Velferðarnefndar frá 28/01/2014
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir sérstaklega lið 1 um að tengja fjárhagsaðstoð við breytingar á neysluvísitölu.
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir fundargerð Velferðarnefndar frá 28/1/2014 að öðru leyti. - Fundargerð Fræðslunefndar frá 21/01/2014
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir fundargerð Fræðslunefndar frá 21/01/2014. - Fundargerð Fræðslunefndar frá 30/01/2014
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir fundargerð Fræðslunefndar frá 30/01/2014. - Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 06/02/2014
Oddviti óskar eftir frekari gögnum og upplýsingum varðandi lið 2.
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 06/02/2014 að öðru leyti. - Fundargerð Ungmennaráðs frá 03/02/2014
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir fundargerð Ungmennaráðs Strandabyggðar frá 3/2/2014 - Erindi frá Guðbjörgu Ásu Jónsd. Huldudóttur og Hafdísi Gunnarsdóttur, umsókn um styrk vegna dansæfinga, dagsett 10/02/2014
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir erindið að því gefnu að ekki falli annar kostnaður á sveitarfélagið s.s. í formi ræstingar. - Erindi frá Huldu Ingibjörgu Rafnarsdóttur, skólastjóra grunnskólans, styrkbeiðni vegna námsferða nemenda unglingastigs, dagsett 10/02/2014
Viðar Guðmundsson lýsti yfir vanhæfi sínu og vék af fundi.
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir aksturstyrk vegna fyrirhugaðrar námsferðar unglingastigs til Reykjavíkur dagana 6. – 9. mars 2014.
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2014 vegna akstursstyrks. Aukaframlagið er fengið af eigin fé sveitarfélagsins, 240.000 kr.
Vegna styrkumsóknar til Akureyrarferðar vill sveitarstjórn Strandabyggðar að sá möguleiki verði kannaður að nýta skólabílinn til ferðarinnar.
Viðar mætti aftur á fund.
Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 18:51
Jón Gísli Jónsson
Jón Jónsson
Ásta Þórisdóttir
Bryndís Sveinsdóttir
Viðar Guðmundsson
11. febrúar 2014
Andrea Kristín Jónsdóttir