A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1250 - 21. júní 2016

Fundur nr.  1250 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 21. júní 2016 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Auk Jóns Gísla sátu fundinn  Ásta Þórisdóttir (J) , Ingibjörg Emilsdóttir(J),  Ingibjörg Benediktsdóttir (E) og Haraldur V. A. Jónsson (F). Andrea K. Jónsdóttir sveitarstjóri  ritaði fundargerð. 

 

Jón Gísli leitar afbrygða og óskar eftir því að undir lið 9 verði tekið fyrir erindi frá Tómstundafulltrúa og formanni TÍM nefndar um húsnæði fyrir félagsmiðstöðina Ozon og starfsemi skólaskjóls. Undir 10 verði fjallað um erindi frá Ingibjörgu Benediktsdóttur um reglur Strandabyggðar um greiðslu kostnaðar við umhverfisúrbætur á vegum sjálfboðaliða. Var það samþykkt samhljóða.

 

Fundardagskrá er því svohljóðandi:

 

  1. Ákvörðun sveitarstjórnar Strandabyggðar um samningu kjörskrár og meðferð athugasemda fyrir forsetakosningar 25. júní 2016
  2. Ákvörðun um að taka framkvæmdalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins
  3. Tryggingabréf vegna yfirdráttarláns hjá Sparisjóði Strandamanna í húseign sveitarfélagsins að Hafnarbraut 19 á Hólmavík
  4. Umsagnarbeiðni frá sýslumanni vegna Hafnarbrautar 7
  5. Mánaðaskýrsla forstöðumanna og sveitarstjóra fyrir maí 2016
  6. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 8/6/2016
  7. Fundargerð Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar frá 15/6/2016
  8. Fundargerð Fræðslunefndar frá 20/6/2016

 

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

  1. Ákvörðun sveitarstjórnar Strandabyggðar um samningu kjörskrár og meðferð athugasemda fyrir forsetakosningar 25. júní 2016

    Sveitarstjórn Strandbyggðar samþykkir að fela sveitarstjóra að semja kjörskrá. Jafnframt er sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna forsetakosninga þann 25. júní 2016 nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis

  2. Ákvörðun um að taka framkvæmdalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 80.000.000 kr. til 18 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir skv. framkvæmdaáætlun ársins 2016, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

    Jafnframt er Andreu Kristínu Jónsdóttur, kt. 070766-3299, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarstjórnar Strandabyggðar að undirrita öll lánaskjöl við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

  3. Tryggingabréf vegna yfirdráttarláns hjá Sparisjóði Strandamanna í húseign sveitarfélagsins að Hafnarbraut 19 á Hólmavík

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að setja húseign sveitarfélagsins að Hafnarbraut 19 til tryggingar yfirdráttarláni hjá Sparisjóði Strandamanna. Jafnframt er Andreu Kristínu Jónsdóttur, kt. 070766-3299, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarstjórnar Strandabyggðar að undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast tryggingabréfi þessu sbr. ofangreint.

  4. Umsagnarbeiðni frá sýslumanni vegna Hafnarbrautar 7

    Sveitarstjórn Strandabyggðar gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti og felur byggingafulltrúa að skila umsögn til sýslumanns.

  5. Mánaðaskýrsla forstöðumanna og sveitarstjóra fyrir maí 2016

    Mánaðaskýrsla forstöðumanna og sveitarstjóra fyrir maí lögð fram til kynningar.

  6. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 8/6/2016

    Fundargerð lögð fram til kynningar.

  7. Fundargerð Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar frá 15/6/2016

    Fundargerð samþykkt samhljóða.

  8. Fundargerð Fræðslunefndar frá 20/6/2016

    Fundargerð samþykkt samhljóða.


  9. Erindi frá Tómstundafulltrúa og formanni TÍM nefndar um húsnæði fyrir félagsmiðstöðina Ozon og starfsemi skólaskjóls.

    Sveitarstjórn samþykkir erindið.

  10. Erindi frá Ingibjörgu Benediktsdóttur um reglur Strandabyggðar um greiðslu kostnaðar við umhverfisúrbætur á vegum sjálfboðaliða.

    Sveitarstjórn samþykkir erindið.

 

Vegna sumarleyfa samþykkir sveitarstjórn að  fella  niður fund sveitarstjórnar í júlí og næsti fundur sveitarstjórnar verður samkvæmt dagskrá þann 9. ágúst.



Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 19:24

 

Ásta Þórisdóttir

Ingibjörg Benediktsdóttir

Ingibjörg Emilsdóttir

Haraldur V. A. Jónsson

Jón Gísli Jónsson

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón