A A A

Valmynd

Fréttir

Ađ leiđar lokum

06. júlí 2016 | Íris Ósk Ingadóttir
Nú eru Hamingjudagar 2016 komnir að enda og ekki hægt að segja annað en allt hafi tekist vel og að gleði og hamingja hafi ráðið ríkjum í Strandabyggð helgina 30. júní til 3. júlí. Takk allir fyrir þátttökuna og takk allir sem komu að því að skipuleggja og framkvæma. 
Mæli með því að skoða myndir frá helginni hér og svo er hægt að skoða myndir undir myllumerkinu #hamingjudagar.


Ps. Óskilamunir eftir helgina er hægt að nálgast að skrifstofu Strandabyggðar t.d. kökubakkar og kökuspaðar. 

Hnallţóruhlađborđiđ

04. júlí 2016 | Salbjörg Engilbertsdóttir
Flottasta kakan-Hjördís Inga Hjörleifsdóttir
Flottasta kakan-Hjördís Inga Hjörleifsdóttir
« 1 af 3 »
Eins og venja hefur verið undanfarin ár mættu íbúar og sumargestir með glæsilegar hnallþórur á kaffihlaðborð og buðu gestum Hamingjudaga.  Mikið magn af fallegum kökum og tertum bárust og valdi dómnefnd 3 kökur til verðlauna. Flottasta kakan kom frá Hjördísi Ingu Hjörleifsdóttur, girnilegasta kakan frá Ingibjörgu Fossdal og hamingjusamasta kakan kom frá Sigríði Óladóttur.  Í dómnefnd voru Ásta og Inga frá sveitarstjórn Strandabyggðar, Hafdís og synir voru fulltrúi gesta, Hilmar var fulltrúi ungu kynslóðarinnar og Snorri fulltrúi brottfluttra. Þökkum við þeim vel unnin störf.   

Myndir af öllum kökunum má sjá hér á facebooksíðu Hamingjudaga.

Nćstu skref

01. júlí 2016 | Íris Ósk Ingadóttir

Gleðin heldur áfram!

Í kvöld er í boði að gleðjast saman í Kaffikvörn, spurningaleik fyrir alla fjölskylduna, á Sauðfjársetrinu í Sævangi, skella sér á girnilegt sjávarhlaðborð á Café Riis og skemmta sér fram á nótt við undirspil Alþýðulagabandsins á Café Riis. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Ég hvet alla til að kynna sér dagskrá morgundagsins vel. Hamingjumarkaðurinn hefur fokið yfir í Hnyðju þar sem fjölmargt fallegt og gómsætt verður til sölu. Allir sem keyra kassabíl eiga að mæta kl. 12:30 bak við Hólmadrang og sýna hvað í sér býr. Síðast en alls ekki síst er Hnallþóruborðið upp úr kl. 14:00. Það verðu vonandi troðfullt af kræsingum frá okkar kæru íbúum Strandabyggðar en Hnallþórunar á að afhenda á milli 13:00 og 14:00 á hátíðarsvæðinu. 

Sjáumst ;)

Fleiri fréttir

Nýjustu myndirnar

Strandir.is - fréttir

Facebook

Hamingjumyndir

Á Bitruhálsi í blíđskaparveđri. (Ljósmynd og  © Gunnlaugur Júlíusson)
Vefumsjón