A A A

Valmynd

Fréttir

Hamingjudagar 2016

14. janúar 2016 | Salbjörg Engilbertsdóttir

Dagskrá Hamingjudaga sem eru haldnir 30. júní - 3. júlí er komin á vefinn og hana má finna hér

Dagskráin er glæsileg í ár eins og áður þar sem við höldum fast í ákveðnar hefðir en beytum einnig út af vananum. Dagskrá á vegum sveitarfélagsins verður aðeins á laugardeginum en aðra daga hátíðarinnar munum við leyfa fyrirtækjum, félögum og einstaklingum að njóta sín. Í ár munum við prufa að sleppa formlegum hverfafundum. Við viljum samt sem áður hvetja fólk til að hafa snyrtilegt í sínu hverfi og skreyta. Gaman væri líka að sjá nágranna grilla saman yfir hátíðina og mun KSH bjóða upp á tilboð á eitthverju girnilegu á grillið.

 

Á næstu dögum munum við telja niður í hátíðina okkar með skemmtilegum upplýsingum hér á vefnum svo fylgist með. Ef það eru eitthverjar spurning hafið þá samband við Írisi Ósk tómstundafulltrúa í síma 846-0281 eða tomstundafulltrui@standabyggd.is

Sýningar á Hamingjudögum 2016

24. júní 2016 | Íris Ósk Ingadóttir

Eftir viku mun hátíðin okkar Hamingjudagar 2016 vera formlega sett með afhendingu Menningarverðlauna Strandabyggðar í Hnyðju. Sama dag munu tvær glæsilegar sýningar vera opnar. 
Náttúrubörn á Ströndum er ljósmyndasýning sem endurspeglar magnaða og fjölbreytta náttúru og dýralíf á Ströndum. Sýningin verður opnuð á Hamingjudögum 2016 í sal Kaupfélagsins á Hólmavík. Náttúrubarnaskólinn á Sauðfjársetrinu í Sævangi stendur fyrir sýningunni og boðið verður upp á dýrindis hamingjujurtaseyði við opnunina. Sýningin verður svo opin alla helgina frá kl. 09:00 til kl. 22:30. Það er gaman að segja frá því að á sama stað í Hnyðju mun vera auður strigi og málning þar sem öllum er velkomið að taka upp pensil og mála. Saman munum við búa til Hamingjulistaverk.
Dillur er fyrsta einkasýning Andreu Kristínar Jónsdóttur - AnKrJó - á eigin verkum en áður hefur hún tekið þátt í nemendasýningu við Myndlistaskóla Mosfellsbæjar. Verkin eru ýmist unnin á krossvið eða bleyjuléreft og oftast notar hún akrílmálningu þótt önnur efni blandist við á köflum. Sýningin verður opin alla helgina frá kl. 12:00 til 18:00. 

Hnallţórukeppni

21. júní 2016 | Íris Ósk Ingadóttir

Hnallþóruhlaðborðið er einn af stærstu viðburðum Hamingjudaga ár hvert.

Við hvetjum alla þá sem mögulega hafa tök á að baka köku að gera það og mæta með hana á hlaðborðið til að tryggja að allir fái eitthvað að smakka!

Vegleg verðlaun eru í boði fyrir flottustu hnallþórurnar.

Sveitastjórn mun sjá um dómgæslu í Hnallþóru­keppninni í ár.

Mikilvægt er að fólk komi með terturnar að Vigtarskúr milli kl. 13:00 og 14:00 á laugardeginum 2. júlí.

Að lokum er fólk hvatt til að merkja hnífa, spaða og diska vel svo ekkert glatist nú!

Fleiri fréttir

Nýjustu myndirnar

Strandir.is - fréttir

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón