A A A

Valmynd

Fréttir

Hnallþórukeppnin 2022

26. júní 2022 | Salbjörg Engilbertsdóttir
Sigurkakan í fullorðinsflokki
Sigurkakan í fullorðinsflokki
« 1 af 8 »
Í dag var haldið Hnallþóruboð Hamingjudaga og Hnallþórukeppnin.  Verðlaun voru veitt í í fullorðinsflokki og sigraði Hjördís Inga Hjörleifsdóttir þann flokk með glæsilegri súkkulaðiköku með handmáluð merki Strandabyggðar. Í barnaflokki sigraði Ási Þór Finnsson með ormagryfjunni sinni.  Dómnefnd var skipuð á staðnum og hana skipuðu kokkur, bakarameistari, matgæðingur og heimamaður.   Við þökkum öllum gestum, bökurum og umsjónarfólki kærlega fyrir þátttökuna en talið var að um 300 manns hafi litið við og bragðað á gómsætum tertum og skoðað markað og matarkynningu nýrra Hólmavíkinga af erlendum uppruna.


Leikhópurinn Lotta á Hamingjudögum

22. júní 2022 | Salbjörg Engilbertsdóttir


Einn af föstu punktunum í okkar Hamingjudagatilveru er Leikhópurinn Lotta sem ætlar að sýna okkur leiksýninguna Pínulitla Mjallhvít. Til að hafa vaðið fyrir neðan okkur er sýningin sett í Íþróttahúsið og núna er sýningin á föstudeginum kl. 17.00.

Eftirfarandi kemur fram á heimasíðu Leikhópsins Lottu:
"Það verður aðeins annar bragur á Lottu í sumar, sökum Covid gátum við ekki búið til glænýjan íslenskan söngleik í fullri lengd líkt og vanalega, við höfum þó ekki setið auðum höndum og bjóðum nú frábæra söngvasyrpu í anda „pínulitlu gulu hænunnar“ sem við sýndum um alllt land í fyrra. Mjallhvít verður stútfull af sprelli og fjöri fyrir allan aldur fyrir skemmtanir, hátíðir og viðburði. Ekki verður almenn miðasala og sýningin eingöngu seld í heilu lagi á og sýnd á hátíðum og viðburðum á vegum sveitarfélaga og fyritækja. Hægt er að sjá opnar sýningar í sumar undir flipanum sýningaplan á leikhopurinnlotta.is

 

Í sumar ferðast Leikhópurinn Lotta um landið með skemmtilegt atriði unnið uppúr Mjallhvíti sem við sýndum árið 2011. Fjórir þekktir Lottu leikarar mæta á svæðið með frábært 30 mínútna skemmtiatriði prýtt fallegum boðskap, kryddað frábærum húmor og grípandi lögum að hætti Lottu. Við hlökkum til að sýna ykkur litlu Mjallhvíti okkar í sumar. ❤️"

Kynning listamanna-sýning í Hnyðju

22. júní 2022 | Salbjörg Engilbertsdóttir

Raimonda Sereikaitė-Kiziria (b. 1989)


Skúlptúr - Sculpture
Hnyðja

Raimonda útskrifaðist með MA í höggmyndalist frá Listaakademíunni í Vilníus árið 2014. Hún er myndlistarmaður með aðsetur í Litháen en býr og skapar nú á Hólmavík á Íslandi. Hún hefur tekið þátt í fjölda einka- og samsýninga á Íslandi, Hollandi, Litháen, Georgíu, Ítalíu og víðar. Raimonda skynjar skúlptúr sem óorða leið til að segja flókna, marglaga sögu. Oft eru verk hennar byggð á heimspekilegri og marghliða nálgun á ólík viðfangsefni sem snúast venjulega um innri heim einstaklingsins, nútímamannsins. Verkin fjalla um aðstæður sem erfitt er að lýsa, innri upplifun og áhrif mismunandi félagslegs og menningarlegra samhengis. Hún sækir skapandi hugmyndir úr náttúrunni og borgararkitektúr, brýtur og sundrar. Verk umorða oft listræna stíla og eiginleika hreyfinga þeirra (t.d. barokk, módernisma, popplist) og veita þannig gnægð af hlutum / skúlptúrum. Algengustu hlutir/skúlptúrinnsetningar eru gríðarstórar, óhlutbundnar, skærlitaðar, sjálfstæðar og sértækar. 


Raimonda graduated with a MA in Sculpture at the Vilnius Art Academy in 2014. She is Lithuanian based artist, but currently lives and creates in Hólmavik, Iceland. She has participated in numerous solo and group exhibitions in Iceland, the Netherlands, Lithuania, Georgia, Italy and elsewhere. Raimonda perceives sculpture as a non-verbal way of telling a complex, multi-layered story. Often her works are based on a philosophical and multi-sided approach to different topics which usually centre around the inner world of the individual, modern human. The works deal with difficult-to-describe situations, internal experiences and the effects of different social and cultural contexts. She draws creative ideas from nature and urban architecture, fragmenting and deconstructing them. Works often paraphrase artistic styles and features of their movements (e.g., baroque, modernism, pop art), thus providing fluency, an abundance of object / sculptural manipulations. The most commonly created objects / sculpture installations are massive, abstract, brightly colored, self-contained and specific.

Fleiri fréttir

Nýjustu myndirnar

Strandir.is - fréttir

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón