A A A

Valmynd

Fréttir

Alvöru karlmenn

| 26. júní 2015

 

Ljósmyndasýningin Alvöru karlmenn opnar laugardaginn 27. júní í gamla Arionbanka húsinu kl 13:00

Það sem þykir karlmannlegt er ákaflega breytilegt eftir tíma, stað og hópum. Á meðan að vaskur sjómaðurinn er álitinn vera karlmannlegur á einum stað og tímabili, líta aðrir kannski frekar upp til jakkafataklædda skrifstofumannsins eða krúttlega lopapeysukarlsins. Sumarið 2014 vann Sæbjörg Freyja Gísladóttir, meistaranemi í þjóðfræði, verkefni á vegum Nýsköpunarsjóðs námsmanna þar sem hún kannaði birtingarmynd karlmennsku í ljósmyndum frá árunum 1914 til 2014. Verkefnið var unnið undir handleiðslu Valdimars Hafstein þjóðfræðings og fólst í því að skoða hvernig mismunandi líkamsstaða þykir karlmannleg á hverjum tíma fyrir sig og jafnframt hvernig það hangir saman við samfélagslegar breytingar.

Sæbjörg safnaði og greindi um eitt þúsund ljósmyndir frá Skjalasafni Austfirðinga og Skjalasafninu á Ísafirði frá fyrstu áratugum 20. aldar. Hún ljósmyndaði einnig þrjátíu karlmenn sem eru búsettir á Egilsstöðum, Reykjavík og Önundarfirði. Afrakstur þessa er ljósmyndasýning sem þegar hefur verið sýnd í sundlauginni á Flateyri, Sláturhúsinu á Egilsstöðum og Hamraborg á Ísafirði.  

Facebook

Hamingjumyndir

Stefán Gíslason í þann mund að fá sér fyrstu sneiðina af hnallþóruhlaðborði Hamingjudaga.

(Ljósm. og © Gunnlaugur Júlíusson).
Vefumsjón