Bjarni Ómar og Stebbi spila á Café Riis
| 30. júní 2009
Hólmvísku tónlistarmennirnir Bjarni Ómar Haraldsson og Stefán Steinar Jónsson munu spila á veitingastaðnum Café Riis á Hólmavík á föstudags- og laugardagskvöld. Þeir félagar hafa staðið í stórræðum á tónlistarsviðinu að undanförnu. Bjarni Ómar gaf út geisladiskinn Fyrirheit í haust og hefur hann hlotið góðar viðtökur, enda um afar ljúfa tónlist að ræða og vandaða útgáfu. Stefán er um þessar mundir að gefa út sitt fyrsta frumsamda lag, en hefur áður komið við sögu í útgáfu með öðrum tónlistarmönnum. Í Kastljósi í kvöld var skemmtilegt viðtal við Stefán, sem hægt er að nálgast á vef RÚV. Þeir félgarnir hafa svo ný lokið tónleikaferð um Vestfirði þar sem þeir fluttu lög af Fyrirheitum á afar einlægan og eftirminnilegan hátt.
Á föstudagskvöldið verður dansleikur með Bjarna og Stefáni og kostar kr 1200 inn. Á laugardagskvöldið leika þeir einnig fyrir gesti Café Riis en þá er frítt inn.
Veitingastaðurinn Café Riis lætur ekki sitt eftir liggja varðandi Hamingjudaga og þar verður meðal annars hægt að panta sérstakan Hamingjudisk af matseðli í allt sumar. Þá verður grillveilsa á laugardagskvöldið, þar sem menn fá lambakjöt á diskinn sinn og gómsætt meðlæti með.
Á föstudagskvöldið verður dansleikur með Bjarna og Stefáni og kostar kr 1200 inn. Á laugardagskvöldið leika þeir einnig fyrir gesti Café Riis en þá er frítt inn.
Veitingastaðurinn Café Riis lætur ekki sitt eftir liggja varðandi Hamingjudaga og þar verður meðal annars hægt að panta sérstakan Hamingjudisk af matseðli í allt sumar. Þá verður grillveilsa á laugardagskvöldið, þar sem menn fá lambakjöt á diskinn sinn og gómsætt meðlæti með.