A A A

Valmynd

Fréttir

Brekkusöngur á föstudagskvöldi

Salbjörg Engilbertsdóttir | 25. júní 2020

Á föstudagskvöldinu ætlum við að hittast á nýjum stað í brekkusöngnum.  Ný staðsetning verður í hvamminum fyrir neðan Heilbrigðisstofnunina og vonandi geta íbúar og dvalargestir á þeirri stofnun tekið meiri þátt nú.  Eins og í fyrra mætir Kristján Sigurðsson í miklu stuði og tekur vel valin lög kl. 21.00.  Eftir brekkusönginn göngum við fylktu liði inn á Kópnes en þar mun Geislinn sjá um varðeld. Mætum sem flest og tökum þátt.


Facebook

Hamingjumyndir

Hér leiðir Ragnar Bragason, stórbóndi á Heydalsá og skíðagöngukappi, hópinn út af malbikinu áleiðis upp í Deildarskarð norðanvert í Kollafirði. Stóra-Fjarðarhorn er í baksýn lengst til vinstri, þar fyrir aftan rís Bitruháls, en Klakkurinn rís þó hæst. Þrúðardalur gengur inn vinstra megin við Klakkinn, en hægra megin liggur leiðin upp á Steinadalsheiði.

(Ljósm.  og © Stefán Gíslason).
Vefumsjón